Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.12.1921, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 181 konur, og bendir þaö á, aö veikin muni hafa lagst þyngra á þá en þær, enda veröur þaö skiljanlegt, er þess er gætt, aö veikin gengur aöallega i verstööum og á hávertíöinni, og að fiskafli er óvanalega mikill, og því freisting fyrir sjómennina að leggja í róöur, ])ótt eitthvað séu lasnir. Þaö bætist og við, aö seinni hluta inflúensutímans hér var veörátta óvana- lega köld og hráslagaleg, mátti heita, að sæi aldrei til sólar í fullar 3 vikur, og allan þann tima kom þaö ekki fyrir nema einu sinni eða tvisvar, aö hiti færi yfir 50 C. um hádaginn. Börn og unglingar sluppu mörg viö veikina, og flest þau sem veiktust, uröu léttar haldin en fulloröna fólkiö. Aö eins 1 barn á 1. ári veiktist svo þungt, aö læknis væri vitjaö. Gamalt fólk veiktist flest alls ekki, og aö eins eina konu á sjötugs aldrei hefi eg skráö; hún veiktist að vísu alvarlega. fékk m. a. lungnabólgu, en var veik fyrir brjósti áöur. 7 af konunum, sem mín var leitaö til, vissi eg að voru vanfærar, á síðari hluta meögöngutímans. 2 þeirra ólu börn í veikinni, og varð önnur þeirra hættulega veik. og lá lengi, fékk bilateral lungnabólgu og seinna brjóstamein. Enginn hinna varð veikari en fjöld- inn af öðrum sjúklingum. Langoftast bar, auk hitasóttar, mest á veikindum í öndunarfærunum. Veikin byrjaöi oftast skyndilega meö miklum hita og sárindum í hálsi og fyrir brjósti. Þó var það eigi all-sjaldan, aö hitinn var litill fyrst, en var 1—2 sólarhringa aö komast á hæsta stig. Stundum varö vart sárinda i trachea, alt að y2 sólarhring áöur en hitinn byrjaöi. Oft lækkaöi hitinn mikið eöa hvarf alveg eftir 2—3 daga frá byrjun, og héldu þá sumir sjúkk, aö alt væri búiö, fóru á fætur og jafnvel að vinna, en flestum varð hált á þvi, sló niður aftur og urðu hálfu ver haldnir en fyr. Blóönasir voru ekki algengar; vissi eg ekki nema af 4 sjúkk, sem fengu þær ti! muna, en flestir fengu einhvern snert. An g i n a var mjög algeng. Flestir, sem eg sá, höfðu einhvern snert af þrota í kokinu, og sumir áttu bágt með aö renna niöur; aldrei sá eg nekrose eða neins konar himnur, og ald- rei vissi eg til, aö græfi i eöa kring um tonsillæ. O t. m e d. fengu 4, sem eg vissi um, 2 þeirra purulent, en ekki hélst útferðin lengi. Hæsi fengu langflestir einhvern tíma, rneiri hlutinn þegar i byrjun, og fylgdu mikil sárindi í barkaopinu og niöur barkann og bak viö brjóstbeiniö. Hósti var sjaldan til muna allra-fyrst, en fór smá-vaxandi, og oft ill-þolandi um tíma vegna sárindanna; var aldrei uppga.ngur fyrstu dagana, nema stöku sinnum vottur um blóðlitað slím hjá sumum þeirra, sem verstir uröu af hálsiltu og hæsi; stöku sjúkl. höföu þennan þurra hósta lengi eftir aö hitinn var farinn, en flestir fengu uppgang er fram í sótti, oftast graftrarkendan. Lungnabólgu fengu alls 12. Einn þeirra, kona um jiritugt, fékk lungabólgu h. m. þegar í byrjun veikinnar og dó á 4 degi, aö því er virtist af því. aö hjartaö gafst upp, enda haföi hún hjarta- bilun fvrir. Hinir uröu margir þungt haldnir, en komust þó allir til heilsu á endanum. Hjá sumum þeirra varö aldrei vart viö blóö í hráka, og hjá engum bar mikiö á því. Brjósthimnubólgu fengu 6, allir þura. — U p p s ö 1 u vissi eg ekki til aö fengi nema 2 sjúkl.; annar þeirra og annar sjúkl. til, fengu líka slæmar þrautir í lífið ofan til, er stóöu í nokkra daga. Rétt allir voru 1 y s t a r 1 a u s i r, a. m. k. fyrstu dagana. Tunga var oftast þur og oft h\dt eöa gulleit. H e r p e s 1 a b i a 1 e s sá eg aldr^

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.