Læknablaðið - 01.04.1923, Blaðsíða 10
56
LÆKNABLAÐIÐ
Ekki er auSvelt að flokka sundur sjúklinga eftir þeim árangri, sem
hlotist hefir af geislaskoðuninni. Einn dálkurinn í skránni er: „Ekkert
óeðlilegt", og er þetta óneitanlega mikill hluti sjúklinganna. Ekki er svo
að skilja, að alt þetta fólk hafi verið heilbrigt, því kunnugt er, að marg-
víslegar brevtingar koma ekki í ljós á R.myndum, nema sérstök anatomisk
og fysisk skilyrði séu fyrir hendi. Auðvitað má og í sumum tilfellum um
kenna ófullkominni teknik viö skoðunina. En „negativ" R.skoðun getur
oft og einatt haft mikiö gildi fyrir diagnosis, enda er því oftast svo
varið, að greining sjúkdómanna byggist á margvíslegum athugunum á
sjúklingum, ýmsum einkennum, sem ýmist eru fyrir hendi, eða þá koma
ekki í ljós. Almenningur hugsar oft að alt upplýsist með „geislum11, en
læknar vita að svo er ekki.
Einn flokkurinn nefnist: „Sjúkd.einkenni af óvissri orsök“. Þar til telj-
ast t. d. patholog. einkenni í maga og á lungnareitum, sem ekki eru svo
ótvíræð eða „pathognomonisk“, aö á þeim einum megi byggja örugga
R.diagnosis. T. d. getur óeðlileg peristaltik í maganum orsakast af ýms-
um sjúkdómum, og sama er aS segja um skugga á lungnareitum. Til þessa
flokks telst og halisteresis eSa excrescentar á beinum, ef myndin ber
ekki meS sér meS vissu af hvaða sjúkdómi þessi einkenni stafa, reaction í
periost o. fl. breytingar, sem of langt yrSi upp aS telja. Yfirleitt er
hyggilegt að vera varfærinn aS kveSa upp ákveSna diagnosis út af ýms-
um R.mvndum, sem bersýnilega bera meS sér óeSlilegt ástand í líffærun-
um. „R.platan segir aldrei ósatt,“ heyrSi eg eitt sinn reyndan R.lækni
segja, en annaS mál er, aS læknirinn getur þýtt skakt þaS, sem hann
sér á mvndinni. Því hlýtur oft aS vera svo varið, aS R.myndin bendir
á aS líffæri sé sjúkt, án þess aS unt sé aS fullyrSa meS R.skoSuninni einni,
af hvaSa sjúkdómi þaS stafi. Slíkt verSur svo aS meta í sambandi viS
klinisk einkenni sjúkdómsins.
Röntgentherapia 1922.
T u m 0 r e s:
Fibromyoma uteri............ 4
. Struma...................... 2
Cancer ...................... 3
Sarcoma .................... 4
Króniskar bólgur:
Actinomycosis .............. 1
Lymphadenitis tub...........43
Ostitis tub................. 2
Tendovaginitis tub.......... 1
Tub. pulmonum............... 1
Intern kirtlar:
Mb. Basedowi ............... 2
Hár- og naglsjúkd.:
Favus capitis et corporis ... T0
Hypertrichosis faciei ........ 2
Onychomycosis ................ I
Sycosis vulgaris.............. 3
Trichophytia capillitii et barbæ 6
Ýmsir húSsjúkd.:
Acne rosacea................. 1
— vulgaris .................. 7
Eczema chronicum ............ 35
Psoriasis .................... 5
Keratosis .................... 1
Pruritus ..................... 2
Samtals 13Ó
Röntgentherapia. Sjúkl. alls 136 og er þaS svipuS tala og árinu áSur
(T2q). Alls fengu þessir sjúkl. 525 geislanir. Sjúkl. meS lymphaden-
i t i s t u b. eru flestir, en þar næst eczema chron. Hinir fyrnefndu