Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1923, Page 16

Læknablaðið - 01.04.1923, Page 16
62 LÆKNABLAÐIÐ íslands í sumar, meö þeim breytingum sem fél.menn kunna á því aö gera. Skýröi hann síðan frv. mjög itarlega fyrir fundarmönnum og birtist það hér á eftir: Uppkast aS frumvarpi um sérfræðinga er lagt veröur fyrir aöalfund Læknafélags íslands, í júní 1923. 1. gr. — Enginn læknir, sem er í Læknafélagi íslands, má kalla sig sérfræöing eöa starfa sem sérfræðingur, nema hann fullnægi skilyröum þeim, er hér fara á eftir. Hann veröur, aö afloknu embættisprófi, aö hafa stundað almennar iækningar í 2 ár eöa gegnt kandídatsstörfum i 1 ár í spítaladeildum fyrir kirúrgiska og medicinska sjúkdóma. Ef seríræðigreinin er kírúrgí eða medicín, skal hann hafa gegnt spítala- störfum í sérdeildum í þeirri grein í 3 ár (og gengið á poliklinik i eitt misseri af þessum tíma). í yfirgripsminni sérfræöigreinum nægir tveggja ára nám í sérdeildum. Til tannlækninga skal þó aö eins ktafist eins árs sérnáms og ekki annars. 2. gr. — Sérhver læknir, er vill hljóta viðurkenningu sem sérfræöingfur, skal sanna fyrir stjórn Læknafélags íslands og tveim læknum, sem hún velur sér til aöstoöar, aö hann hafi fullnægt skilyröum þeim, sem sett eru í 1. gr. Stjórnin mctur eftir föngum, hvort sérnámið muni vera svo víðtækt og rækilegt, sem þurfa þykir. Stjórnin tekur til athugunar, hvort umsækjandi hefir að einhverju leyti iökað lækningar í sérgrein sinni, áöur en hann tók að búa sig undir sérfræðingsnám sitt (t. d. opthalmo- skopi, aðstoð viö skurölækningar o. s. frv.), og ennfremur, hvort nm- sækjandi hefir starfað aö einhverju leyti sem fastur spítalalæknir, meðan á sérnáminu stóð eða einungis sem framandi læknir á spítalanum. Ef slikar ástæöur eru fyrir hendi, skal stjórnin taka tillit til þess, og má bá stytta sérnámstímann. 3. gr. — Læknar þeir, sem starfaö hafa að sérlækningum. áöur en þess- ar reglur ganga í gildi, skulu á sama hátt og aðrir senda umsókn til viö- urkenningar, til stjórnar Læknafélags íslands. En þegar dæmt er um þá, skal cigi aö eins taka tillit til þess tima, er þeir upprunalega vörðu til þess aö búa sig undir sérfræöigrein sína, hcldur og hve lcngi þeir hafa stundaö þær lækningar og með hvaöa árangri. 4. gr. — Stjórn Læknafélags íslands auglýsir jafnóðum í Læknablaö- inu þá lækna, sem hún viðurkennir sérfræðinga, og birtir þar ennfremur um hver áramót skrá yfir alla viöurkcnda sérfræöinga á landinu. Skulu þeir nefna sig scrfræðinga á dyraspjaldi sínu og lyfseðlum. 5. gr. — Heimilt er sérfræöingum aö stunda almennar lækningar, þó mega þcir ekki gerast læknar við sjúkrasamlög, nema að því, er snertir sérfræöigreiu þeirra. Félagið skorar á landlækni, að hann mæli svo fyrir, að allir nudd- læknar, sem hafa ekki veniam practicandi, haldi sérstaka, löggilta bók yt'ir sjúklinga, sem til þeirra lrita, a ö nuddlæknarnir riti í bók þessa: 1. Nafn, aldur og heimili sjúklings. 2. Nafn læknisins, er vísaði sjúklingnum til nuddlæknis.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.