Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1923, Side 17

Læknablaðið - 01.04.1923, Side 17
Læknablaðið Ój 3. Vegna hvaöa sjúkdóms sjúklingnum var vísaö til nuddlæknis. 4. Aögerö nuddlæknis í hvert skitti, sem sjúklingur er til mcöferö- ar, og séu tilfærðir mánaðardagar. 5. Nafn læknisins, sem haföi sjúklinginn til eftirlits, meðan á nudd- lækningunni stóö. 6. Hvenær læknirinn athugaði sjúklingfnn, a ð nuddlæknum sé skylt að fá lækni til þess, aö athuga sjúklinga sína a. m. k. einu sinni í mánuði, a ð hjeraöslæknar skuli yfirlíta bækur nudd- læknanna á mánuöi hverjum og gæta þess, að þeir færi þaö inn í bók sína, sem fyrirskipaö er, a ð nuddlæknar skuli nefna aðgerðarstofur sín- ar nuddlækningastofur. Ennfremur, a ð tannsmiðir séu háðir sams konar eftirliti og nudd- læknar og nefnist tannsmiðir. S. B. próf. kom fram með tillögu um að fresta umræðum um þ^tta mál til næsta fundar og var hún samþykt i einu hljóði, III. Utan dagskrár var því næst svohljóðandi tillaga borin upp af próf. G. H.: „Læknafélag Reykjavíkur telur svo brýna nauðsyn bera til þess, að landsspítali sé bygður, að undan þessu verði ekki flúið. Húsnæði vantar iiér fyrir sjúklinga, kensla læknanema verður erfiðari með ári hverju, kensla ljósmæðra og hjúkrunarnema getur ekki orðið viðunanleg fyr en fram úr þessu er. ráðið. Félagið leyfir sér að vekja athygli hins háa Al- þingis á þessu.“ Tillagan var samþykt með 12 atkv. gegn 1. Fundinn sóttu 24 læknar. Gestir voru þeir Steingr. Matthíasson, Guð- mundur Guðfinnsson og Sig. H. Kvaran. F r é 11 i r. Landsspítalinn. Jón alþm. Baldvinsson gerði í neðri deild Alþingis fyr- irspurn til stjórnarinnar um b)fggingu Landsspítalans, en litið var á svari forsætisráðherra að græða. Hann kvað alla sammála um það, að spitalinn þyrfti að koma sem fyrst, en engir peningar væru fyrir hendi til by'gg- mgarinnar og væri því áreiðanlegt, að ekki yrði byrjað á þessu ári. Hann var sammála fyrirspyrjanda um það, að spítalinn yrði ekki bygður nema með því að taka lán til þess, en gaf enga von um það, að stjórnin vildi taka slíkt lán í bráðina. Kosning héraðslækna. Alþingismennirnir Hákon Kristófersson og Jónas Jónsson hafa borið fram þingsályktunartillögu í sameinuðu þingi þess efnis, að skora á stjórnina að taka tillit til þess, við veitingu og setningu lækna í héraðslæknaembætti, ef meiri hluti alþingiskjósenda í héraðinu mælti skriflega með eða móti umsækjendum. Stjórn Læknafélags íslands skrifaði Alþingi og mótmælti tillögu þessari. Við umræðurnar vildi hvor- ugur flutningsmanna kannast við það, að hér væri um kosningu að ræða, kváðu þaö mundu verða undantekningu, ef héraðsbúar neyttu þessa rétt- ar, en þó sagði Jónas Jónsson að þessi tillaga mundi verða undirbúnmg-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.