Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1924, Qupperneq 6

Læknablaðið - 01.09.1924, Qupperneq 6
132 LÆKNABLAÐIÐ smiSjuna og boöist til aö sækja þá kl. io næsta morgun. Boöiö var þakk- að með lófaklappi. XIII. ÁfengiÖ og læknarnir. Um það flutti Gunnl. Claessen erincli og bar fram þessar tillögur: „I. Fundurinn skorar á rikisstjórnina aö láta ekki drykkfelda lækna sitja í embættum. 2. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina aö hlutast til um, aö feld verði úr núgildandi lögum heimild lyfsala og héraöslækna til aö selja mönnum áfenga drykki eftir lyfseðlum." Til máls tóku: Sigurj. Jónss., Bj. Jós., Þ. Edilonss. og G. Björnson; óskaði landlæknir þau ummæli sin bókuð, aö þótt ísl. læknastéttin kynni að vera syndug í vínsölu og vinreceptasölu, væri þó miklu meira úr því gert en rétt væri. Þ. Edilonsson bar fram þessa till.: „Fundurinn felur stjórninni aö leita álits læknastéttarinnar um tillögur G. Cl. og leggja síöan málið fyrir næsta læknafund.“ Um till. þessa var óskað nafnakalls og sögðu já: Bj. Jós., Þ. Edilonss., J. Krist., en nei: G. Björns., G. Thor., Kr. Arinbj., Fr. Jenss., G. Cl., G. Hanness., Sigurj. Jónss., Ól. Jónss., Þ. Thor., Til- laga Þ. Ed. þar með feld. Þá voru bornar upp tillögur G. Cl., og var viðhaft nafnakall. Var fyrri till. samþ. með öllum atkv. (12), en hin með 10 atkv. gegn 2 (Ól. J., J. Kristj.) ; hinir allir sem atkv. greiddu um tillögu Þ. Ed., sögðu já. XIV. Taxti fyrir læknishjálp til útlendinga. Frummæl. Þóröur Edi- lonsson, er ,bar fratn þessa tillögu: „Lf. ísl. lítur svo á, að héraðsl. séu ekki bundnir við ísl. taxta þegar um læknishjálp til útlendinga er að ræða, heldur noti þá taxta, sem tiðkast í því landi, sem hinir útlendu menn eru frá.“ Viðaukatill. frá G. Hanness.: „og skorar á heilbrigðisstjórnina að fá þeim ákvæðum breytt, sem kunna að koma í bág við þetta“. Báðar till. samþ. með öllum greiddum atkv. XV. Berklahæli á Norðurlandi. Út af erindi frá Sambandsfundi norð- lenskra kvenna var samþ. svolátandi till. frá G. Hanness.: „Fundurinn lýsir samúð sinni og ánægju yfir áhuga norðlenskra kvenna fyrir þvi að koma upp heilsuhæli á Norðurlandi, en telur mál þetta taka fyrst og fremst til landstjórnar, heilbrigðisstjórnar og berklavarnafélags.“ Fundur 2. ágúst 1924. XVI. Læknabústaðir. Frummæl. G. Hannesson, og flutti hann þessa till.: „Fundurinn skorar á lækna að sækja ekki um læknishérað meðan slik dýrtíð helst sem nú er, nema sómasamlegur læknisbústaður sé trygð- ur með sæmilegum kjörum.“ Til máls tóku Þ. Ed. og Sigurj. Jónss., sem bar fram till. til rökstuddr- ar dagskrár: „Vegna þess að hagur ríkis og héraða er svo erfiður, sem stendur, að lítil von er til, að fram úr þessu máli geti orðið ráðið á við- unandi hátt á næstunni, telur fundurinn ekki rétt að gera nú kröfu um að bústaðamálinu sé ráðið til lykta, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá." Till. Sig. J. feld með 4 atkv. gegn 4. Till. G. H. samþ. með 6:2 atkv.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.