Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1924, Page 7

Læknablaðið - 01.09.1924, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 133 XVII. Rauði krossinn. Nefndin í því máli (G. H., G. Cl. og Stgr. M.) flutti till.: „Fundurinn þakkar sóma þann, sem Ligue de la Croix rouge sýnir Lf. Isl., með því aS senda hingað fulltrúa sinn, yfirlækni dr. Fr. Svendisen, vill stySja að því aö vandlega sé athugað hverjar horfur séu á þvi aS stofna ísl. deild af R. kr. og kýs því 3 manna nefnd, til þess að rannsaka þetta mál í samvinnu viö nefnd þá, sem starfar aS því í Rvík.‘‘ Eftir aS dr. Svendsen hafSi tekiö til máls, var till. samþ. i e. hlj., og kosnir í nefndina G. Thor., Stgr. M. og Þ. Thor. XVIII. Guöm. Thoroddsen flutti erindi um fæðingarhríðir. Til máls tóku Stgr. M., Sig. J., Þ. Edil. og G. Hann. XIX. Landsspítalinn. Frummæl. G. Hannesson, og bar hann fram till.: „Lf. Isl. vill endurtaka fyrri áskorun sína til landsstj., aS hún geri hvaS í hennar valdi stendur, til aS fá landsspítala bygöan.“ Samþ. í e. hlj. XX. Utanfararstyrkur héraðslækna. Frummæl. G. Claessen. Hann og G. Hann. fluttu svohlj. till.: „Fundurinn telur þaS illa og ómaklega fariö, aö utanfararstyrkur héraöslækna var feldur niður á síöasta Alþingi. Hann skorar því á landsstj. aö gera þaö sem í hennar valdi stendur, til þess, aS ríflegur utanfararstyrkur verSi veittur á næstu fjárlögum." Samþ. í einu hljóöi. XXI. Lyfja- og umbúðakaup. Frummæl. G. Hanness., sem bar upp svolát. till.: „Fundurinn kýs 3 manna nefnd til þess aö athuga hversu bæta mætti lyfjaverslun ríkisins og auka; fá betra verö á lyfjum og um- búSum og koma upp lyfjaverslun í Rvík.“ Til máls tók Sig. E. HlíSar. Till. samþ. í e. hlj. og í nefnd kosnir: Sæm. Bj., G. Hanness., Matth. Ein. XXII. Lesiö upp bréf frá Davíð Sch. Thorsteinsson til fundarins, um „preventive medicine", heilsufræði sem skyldunámsgrein í skólum, sól- skin til heilsubótar, landsspítala o. fl. Út af bréfinu talaði G. Hanness. og bar fram till.: „Fundurinn skorar á landsstj. aö hlutast til um, að heilsufræöi sé kend rækilega í Kennaraskólanum og sérstaklega þaö, sem tekur til skóla og skólabarna.“ Samþ. í e. hlj. XXIII. Læknablaðið. G. Thoroddsen skýröi frá ástæSum blaSsins og þröngum fjárhag. UrSu nokkrar umræður um efni og ritstjórn blaðs- ins og tóku þátt í þeim G. Cl., Þ. Edil., Sig. J., Stgr. Matth. og G. H. Frummæl. bar upp þessa till.: „Fundurinn samþykkir aS Lf. ísl. veiti Læknabl. 600 kr. styrk til þess aS koma því úr skuldum.“ Samþ. í e. hlj. XXIV. Mænusóttin. Frummæl. Sigurj. Jónsson. H'ann og Stgr. Matth. sögöu frá reynslu sinni um mænusóttina, er geysað hefir um hér- uð þeirra. Umræður: G. H., G. Th., J. Kr. og G. Bj. I samráði við land- lækni báru Sig. T. og Stgr. Matth. fram svohlj. till.: „Lf. skorar á ríkis- stjórnina aS sjá öllum þeim fyrir ókeypis læknishjálp (fysiotherapie), sem lamast hafa eða lamast kunna af völdum mænusóttarinnar á þessu ári, og gera hiS allra bráöasta þær ráSstafanir, sem til þess þurfa, að sjúkl. geti fengið ]já læknishjálp í tæka tíS.“ Samþ. í e. hlj. XXV. Fundarstj. las upp svohlj. símskeyti frá B. T. I.: „Vonandi öflugs styrks ySar lækna í orSi og verki um verndun barna og unglinga fyrir tóbakseitrun og útilokun þess úr samkomusölum, óskar Bandalag tóbaksbindindisfélaga Islands þinginu sannra starfsheilla. F, h. stj. B. T. I. Steindór Björnsson.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.