Læknablaðið - 01.09.1924, Qupperneq 8
134
LÆKNABLAÐIÐ
Stjórninni faliö aö senda svarskeyti.
XXVI. Erindi um bætiefni fæðunnar flutti G. Claessen.
Til máls tók á eftir G. Hannesson.
XXVII. Heilbrigðisskýrslur. Nefndin í þvi máli (Bj. Jós., Sigurj.
J., Þ. Edil.) skilaöi svohlj. áliti:
„Nefndin hefir ekki tekið þetta mál til grandgæfilegrar athugunar, og
ber tvent til: Annars vegar sýnist nefndinni, að ekki muni vera brýn á-
stæöa til breytinga, og því allra sist til aukinna krafa um skýrslugerð
héraöslækna, meðan ekki gengur greiðara að vinna úr þeim en verið hefir
undanfarið. Hins vegar var málið svo illa búið i hendur nefndarinnar, að
ekkert viðlit var fyrir hana að kynna sér það svo vel, að hún gæti komiö
fram með ákveðna tillögu um einstök atriði eða skýrslufyrirkomulagiö
i heild og fundið þeim stað á þeim stutta tima, sem hún hefði getað variö
til þess. Nefndin leggur því til, að málinu verði vísað til stjórnarinnar
til undirbúnings undir næsta fund. Ætlumst vér til, að stjórnin geri þær
tillögur um fyrirkomulag skýrslnanna, er hún telur til bóta, og sendi
þær, helst með stuttri greinargerð til allra héraðslækna og leiti umsagna
þeirra. Álit stjórnarinnar og umsagnir héraðslækna ætti svo að leggja
fyrir næsta fund, og mætti þá væntanlega ganga frá málinu til fullnustu,
ef ástæða þætti til.
Nefndin kemur því fram með þessa tillögu: Fundurinn feíur stjórninni
að taka til athugunar fyrirkomulag á skýrslum héraðslækna og undir,-
búa málið undir næsta læknafund á þann hátt, sem bent er til í áliti
nefndar þeirrar, sem um málið hefir fjallað á þessum fundi.“
I sambandi viö þetta beindi G. Cl. þeirri fyrirspurn til landlæknis, hvað
liði útgáfu heilbrigðisskýrslnanna fyrir 1921—'22, er landlæknir hefði
á síðasta læknafundi lofað að kæmu út árið sem leið. Landlæknir svaraði
á þá leið, að sú aðfinsla, sem í fyrirspurninni fælist, væri réttmæt, en sér
hefði ekki unnist tími til þess vegna óvanalegra embættisanna. í sarnb.
við þetta bar G. H. upp svolátandi tillögu:
„Sökum þess, að landlækni hefir ekki verið unt að gefa út heilbrigðis-
skýrslur, telur fundurinn nauðsynlegt að landsstjórnin fái annan mann
til þess að koma skýrslunum út sem allra fyrst.“
Þessi till. var feld með 5 atkv. gegn 4, en aðaltill. nefndarinnar samþ.
í einu hljóði.
XXVIII. Stjórnarkosning fór fram skriflega og eru kosnir: Guöm.
Thoroddsen með 12 atkv., Þórður Edilonsson með 12 atkv. og Guðm.
Hannesson með 8 atkv. (G. H. hafði beiðst undan kosningu), næst fékk
Sæm. Bjarnhjeðinsson 6 atkv. Með því að G. Th. og Þ. E. fengu jafn-
mörg atkvæði, var varpað hlutkesti um hvor þeirra skyldi veröa formað-
ur og kom upp hlutur G. Thoroddsens. Fulltrúi fvrir Norölendingafjórð-
ung var kosinn Stgr. Matth., fyrir Vestfirðingafjórðung Árni Árnason,
fyrir Sunnlendingafjórðung Gísli Pétursson og fyrir Austfirðingafjórðung
Georg Georgsson.
XXIX. Út af boði frá Alm. dansk Lægeforen., Khöfn, til Lf. ísl., þar
sem Lf. er boðið að senda fulltrúa á fyrsta aðalfund félagsins í hinu nýja
húsi þess, Domus medica, var þessi tillaga samþykt:
„Fundurinn felur stjórn Lf. að þakka fyrir boð hins danska læknafélags