Læknablaðið - 01.09.1924, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ
!35
og aö biöja þá Sigurö Magnússon og Ólaf Þorsteinsson aö mæta þar fyr-
ir félagsins hönd. (Báöir þessir læknar staddir í Kaupm.höfn).“
XXX. Samþykt aö greiöa úr félagssjóöi þaö sem á vantar til aö stand-
ast kostnaö vegna alþýöufyrirlestra, er haldnir voru i sambandi viö lækna-
þingiö. (Fr. Svendsen: Rauöi krossinn, G. Hannesson: Skipulag kaup-
túna. Hvorttveggja meö skuggamyndum).
XXXI. Fundarstaöur næsta ár ákveöinn Reykjavík með öllum atkv.
Fundarbók upp lesin og samþykt. — Fundi slitið.
Þ. Thoroddsen, fundarstj. Sigurj. Jónsson, ritari.
Fæðing’arhriðir.
Erindi flutt á aöalfundi Lf. ísl. á Akureyri 2. ág. 1924.
Eftir Guðm. Thoroddsen.
Óregla á hríðum veldur því langoftast, að læknis þarf aö vitja til að-
stoðar viö fæðingar, og þess vegna ákvaö eg að gera hríðir aö umtals-
efni hér á fundinum úr því að meðsfjórnendur mínir höföu fengið mig
til aö lofa aö segja hér eitthvað um fæðingarhjálp.
Til þess að geta gert sér grein fyrir óreglu, sem á hríðunum veröur, þá
er fyrst og fremst nauðsynlegt aö þekkja fysiologiu fæöingarinnar og
þá sérstaklega hríöanna. Þaö er því ekki úr vegi, og eg vona að þið fyrir-
gefið mér, þótt eg byrji á því aö rifja upp fyrir ykkur hvernig hríöirnar
haga sér þá er alt gengur eins og best má veröa.
Hríðirnar koma meö hvíldum og vanalega styttist hléið milli þeirra
eftir því, sem á líöur fæðinguna. Þær standa misjafnlega lengi, frá
nokkrum secundum upp í mínútu eöa meir. Nákvæmast má athuga hríö-
irnar meö því aö ná af þeim línuriti, og er það hægt meö því t. d. aö leggja
belg inn í uterus og láta belginn standa í sambandi við manometer, sem
aftur getur teiknað upp línuritiö. Með þessu móti finst hve mikill þrýst-
ingur er inni í uterus í hríðunum og milli þeirra. Milli hríöanna veröur
uterus linur, en þó ekki svo, aö hann þrýsti ekki eitthvað aö innihaldinu.
í hvíldunum er um 25 mm. kvikasilfursþrýstingur inni í uterus, en þá er
hríöirnar standa sem hæst er hann 70—100 mm. Af þessu sést, aö uterus
hefir sinn tonus, og þaö hvort heldur hann er að fæöa eða skorinn úr
dýri og ertur, tonus hverfur ekki fyr en vöðvarnir deyja. Samdráttur
vöövanna í hríðunum er hægur og jafn upp i topp línuritsins, og svo lin-
ast vöövarnir smátt og smátt aftur, og verður því línuritið nokkurn veginn
jöfn bylgja. Hriðirnar eru sárar, en sársaukinn byrjar ekki jafnt hríð-
inni, heldur seinna, og hann hverfur áöur hríöinni er lokið. Á milli hríð-
anna er konan verkjalaus. Verkirnir standa í sambandi við samdrátt legs-
ins, og sést það viö mælingar á intrauterin þrýsting, aö verkirnir Ijyrja
þá er þrýstingurinn er orðinn ca. 12 mm. meiri en venjulegur tonusþrýst-
ingur, og hverfa aftur er þrýstingurinn kemst aftur niöur fyrir þaö tak-
mark.
Vöðvaþræðirnir í legi konunnar eru svo samanfléttaöir, að það er ekki