Læknablaðið - 01.10.1924, Side 9
LÆKNABLAÐIÐ
í5£
um varnarþol einstaklinga og ætta helclur en farsóttunum. Eg hefi heyrt
um það spurt, hvort kostnaðarsamar berklavarnir væru réttmætar, úr því
að veikin myndi „hreinsa til“ hvort sem væri, en þó veriö hallast á þá
sveif, að vér yrðum að halda þeim áfram vegna mannúðarskyldu. Frá
sjónarmiði læknastéttarinnar er það víst sama mannúðarskyldan, sem
hvetur til þess að verja þjóð gegn berklaveiki og holdsveiki eins og tauga-
veiki, bólu, kóleru og svartadauða. Mér getur ekki skilist, að sú reynsla,
að einstakl. og enda ættir séu misnæm fyrir veikinni og hafi misjafnt varn-
arþol, leysi læknastéttina að neinu leyti undan varnarskyldunni. Stétt vorri
geturaldrei leyfst að meta gildi manna eftir jiessu þoli, enda er verðmæti
einstaklings fyrir þjóð sína eða heiminn ekki komið undir slíkri hreysti.
Kenningin um náttúruvalið verður því að eins gagnsöm, að hún hvetji
til þess að finna ráð til varnar þeim fjölskvldum og ættum, sem eru í mestri
hættu, en hún yröi verri en gagnslaus, ef hún styddi að því, að leggja
árar í bát. Takmarkið hlýtur að vera, bæði um þennan og aðra sjúk-
dóma, að hjálpa öllum, annaðhvort með undankomu eða vopnum.
Þá sný eg mér að berklav. hér á landi. Læknar eru dkki á einu máli
um, hve gamall þjóðarsjúkdómur hún sé. Sé orðið þjóðarsjúkd. notað í
merkingunni morbus endemicus, eins og Sig. Magn. virðist gera, þá er
skoðun hans um aldurinn sjálfsagt rétt. Öðru máli er að gegna, ef orðið
merkir þjóðarmein, þ. e. a. s. sjúkdóm, sem gerir mikinn usla og veldur
því miklu tjóni, þá fer að verða meiri vafi á, og eg fyrir mitt leyti hefi
ekki getað sannfærst um, að hún sé gamalt þjóðarmein og hafi staðið í
stað marga mannsaldra. Eg trúi einmitt hinu gagnstæða. Ekki kemur mér
í hug, að fara að deila um þetta, enda er eg ekki fær um það, en af því
að það kemur beint við þessu efni, þá vil eg minnast á ályktun Sig. Magn.
í ritgerð hans: „Hvenær smitast menn ....“ IV. kafla, bls. 20, og þarf
eg ekki að taka orð hans upp hér. Hann ályktar, að berklav. hafi fyrir
mannsaldri verið svipuð og nú. Eg ætla hvorki að játa né neita sannleika
ályktunarinnar, en hún virðist vera bygð á þeirri forsendu, að ákveðin tala
berklaveikra manna hafi fyrir mannsaldri ekki smitað meir eða víðar frá
sér, en jafnmargir sjúkl. gera nú á tímum. Þessi forsenda er ósennileg, þeg-
ar litið er á ástæðurnar fyr og nú. Áður fóru sjúklingar um eftirlitslítið,
voru jafnt á ungbarnaheimilum sem öðrum og sáðu því sóttnæminu út
takmarkalítið, vegna sóðaskapar og vanþekkingar sjálfra ])eirra og
annara. Húsakynni voru líka verri en nú, þrengri, dimmari og óþrifalegri,
t. d. moldargólfin, sem ómögulegt var að hreinsa sæmilega. Aftur á móti
eru samgöngur nú orðnar greiðar og meiri mök manna á milli og eykur
það sýkingarhættuna. Þó ber þess að gæta, aö áður var mikið um flakk
og rand bæja og sveita á milli, og hafa flakkarar víst ekki verið þrifnari
né heilsubetri en aðrir. Eg á erfitt með að trúa því, að auknar samgöng-
ur vegi upp á móti þekkingu, þrifnaðarbótum, húsabótum og berklavörn-
um vorra ára.
En ef forsendan, sem eg nefndi, að hver berklasjúkl. hafi fyrir manns-
aldri smitað jafnmarga og ekki fleiri en hver sjúkl. nú, skyldi samt sem
áður vera sönn, og ef hinsvegar menningarbætur og berklavarnir vorra
tíma gera verulegt gagn — og um það er varla unt að efast, — þá áé
eg ekki nema eina leið til skýringar. Hún er sú, að varnarþol þjóðarinnar
gegn veikinni sé minna en áður, og fari minkandi. Mér virðist, að þetta