Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.11.1924, Qupperneq 4

Læknablaðið - 01.11.1924, Qupperneq 4
LÆKNABLAÐIÐ 162 vit. Nú leika lífeölisfræðingar .sér að því, að fóðra hæns eða dúfur á hýddum grjónum og orsakast af því polyneuritis avium innan fárra daga. Þenna fugla-beriberi má svo lækna á mjög skömmum tíma, með því að gefa hænsnunum grjónahýði, eða alcohol-extract úr grjónahrati. Á fám klukkust. fara fuglarnir að hressast. A. Fitu-vitamin. V ita mi n. B. Antineuritiskt. C. Antiscorbutiskt. Lýsi, nýmjólk, rjórni, smjör, eggjarauða, grænmeti. Grjónahýði. ger, gfrænmeti. Nýir ávextir, jarðepli, grænmeti. cn cn O G s d > < Framfaraleysi ungviðis. Atrophia infant. Xerophtalmie Keratomalacie Rachitis Beri-beri (polyneuritis). Skyrbjúgur. Kyrkingur í vexti. Tilraunadýr léttast. („Nutritive collapse“). Beriberi var áður mjög algengur sjúkd. i sjóher Japana, enda lifa þeir á mjög einhliða fæði. Á síðari árum hefir kornmatur ekki verið hreins- aður sem fyr, og með því einfalda ráði unnu Japanar bug á þessum al- varlega sjúkd. í sjóher sínum. Próf. Poulsson getur þess, að um aldamótin hafi norskum skipa- lögum verið breytt þannig, að fyrirskipað var að baka brauð úr fínu mjöli í ,stað hins grófa skipsbráuðs sem áður tíðkaðist. Gamall skipstjóri einn, sem átti langa útivist fyrir höndum, hafði ótrú á þessum nýja sið og tók með sér, til eigin þarfa, brauð úr grófu mjöli. Eftir nokkrar vikur fór að bera á sjómanna-beriberi hjá hásetum, sem neyttu fína, hratlau'sa brauðsins, en gamli maðurinn læknaði þá jafnharðan með sinu grófa, dökka brauði. Atrophia infantilis. Sjúkd. byrjar með framfaraleysi, van- þrifum og ýmsum kron. infektionum. Á hæsta stigi verður svo vart Xer- ophtalmi og e. t. v. keratomalacie. Um pellagra eru menn ekki á einu máli. Er sjúkd. þessi af sumum talinn avitam., en af öðrum infectionssjúkdómur (dr. Sambon). Hvers konar avitam. læknast af vit.-skamti, sem er svo lítill, að batinn getur með engu móti orsakast af því, að líkamanum bætist meira hita- gildi með fæðunni. Þannig má sjá mun á sjúkl. með beriberi eftir örlítið af alcohol-extract úr grjónahrati; dýr með atrophi og xerophtalmi hress- ast eftir örfá grömm af lýsi, og skyrbjúgsveiklun batnar með því að taka inn nokkra dropa á dag af nýjum ávaxtasafa. V i t. e r u „s p e c i f i k“. Þannig er ekki unt að lækna beriberi eða polyneuritis gallinarum með lýsi eða smjöri, heldur með grjónahýði eða seyði af því, sem hefir inni að halda hið antineuritiska B-vit.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.