Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1924, Page 13

Læknablaðið - 01.11.1924, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ IZ1- Læknafélag Reykjavíkur. ASalfundur var haldinn í Læknafél. Rvíkur mánudaginn þ. 13. okt. 1924, í kennarastofu Háskólans. I. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðastl. félagsár; voru reikningarnir samþyktir í einu hljóíSi. II. Stjórnarkosning. Formaður var kosinn Ólafur Þorsteinsson, rit- ari endurkosinn Ólafur Jónsson, en gjaldkeri kosinn Magnús Pétursson. Endurskoðendur reikninga, Sæm. Bjarnhjeðinsson og Guðm. Thorodd- sen, voru endurkosnir. III. Sullrannsóknir. Fráfarandi form., M a 11 h. Einarsson, gat þess, að hann hefði fengið því framgengt, i samráði við dýralækni Magnús Einarson, að í haust yröu taldir lifrarsullir í öllu fullorðnu sláturfé sem dýralæknar skoða, en auk þess á Sauðárkróki og í Búðardal, þar sem læknar skoða kjötið. Forsætisráðherra hefir heitið 600 kr. s\tyrk til þess- arar rannsóknar. Þórður Sve'inssön þakkaði form. þessa ráðstöfun. Gat þess, að í haust hefði hann látið slátra 25 sauðum undan Eyjafjöllum og fundust netjusul.lir í 20, en lifrarsullir í 4. Þrem kúm var slátrað nýlega á Kleppi og höfðu þær alið þar mestallan aldur sinn; engin þeirra var sollin. M a g n ú s Einarson: Skoðunin framkvæmd í Rvík af tveim mönn- um, er sýna dýralækni öll grunsöm innýfli; sullanna er leitað með því að þukla lifur og lungu. Benti á, að menn gætu vilst á sullum og ígerðum vegna lungnaorma. Gunnl. Claessen taldi skoðunina ekki nógu nákvæma úr því líf- færin væru ekki skorin í sundur. Æskilegt að rannsóknin tæki líka til netjusulla til þess að fá hugmynd um árangur af hundalækningunum. Magnús Einarson: Lifrarsullir í fé eru venjulega utarlega í lifrinni og því auðfundnir með þuklun. S æ m. B j a r n h é ð i n s s o n: Þótti sennilegt, að ekki kæmu allir sullir í leitirnar við þessa skoðun. Yfirleitt voru fundarmenn ánægðir með þessa viðleitni félagsstjórnar- innar til sullarannsókna. Fundi slitið. Smágreinar og athugasemdir. Lækningabálkur hefst í þessu tölublaði Lbl. og er áætlað, að hann hald- ist framvegis þótt ekki verði kannske í öllum blöðum. í bálkinum eiga aö koma stuttar leiðbeiningar um meðferð á ýmsum algengum sjúkdómum. Sótthreinsun. Áður hefir verið sagt frá þvi í Lbl. (jan. '24), að Danir séu hættir að sótthreinsa eftir skarlatssótt og diphteri. Þjóðverjar hafa jafnvel hætt sótthreinsun eftir berklaveiki og taugaveiki. Nú birtist í þessu tölubl. Lbl. frétt um, að likt sé á döfinni á Bretlandi (sbr. „Úr útl. lækna- ritum“). Hvernig eigum vér íslendingar að :snúa oss i þessu máli? Hver

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.