Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1924, Page 18

Læknablaðið - 01.11.1924, Page 18
176 LÆKNABLAÐIÐ Yz—1 sólarhring, og þarf þá að vekja hana til að eta, drekka og kasta af sér vatni; uppsala engin. Á barnið hefir somniféne engin áhrif. Svæfing við operationir. Fyrst er dælt inn morfíni (1—2 ctgr., eftir likamsþyngd) eða morfíni -)- scopolamin (1 ctgr. -þ milligr.) ; — fæst svo með somniféne djúpur svefn a. m. k. í 3 klst.; að eins þarf örlítið af chlorof. eða æther, þegar skorið er gegnum hör- undið eða magállinn saumaður saman. Dosis á somniférie sami, sem við fæðingar. Höf. telur enga hættu á eitrunum eða collaps. Sjúkl. selja ekki upp og geta því farið að drekka þegar þeir ranka við sér eftir skurðinn. Sjúkl. sofa fast nokkrar klst. eftir skurðinn, og móka svo í rúman sólar- hring; finna þá ekki sársauka og biðja aldrei um rnorfín, en þó má vekja þá til þess að gefa þeim að drekka. Enginn sjúkl. hefir fengið lungnabólgu. Sjúkl. þurfa miklu nákvæmari umönnun eftir svæfinguna en venjulega gerist; þarf að sjá um að þeir drekki, skoli munninn og kasti af isér vatni. Sjúkl. hafa ekki fulla sjón og einstöku þeirra eru órólegir, vilja sparka af sér rúmfötunum, banda frá sér höndum etc. Verða sjúkl. óvær- ari, ef heitt er á sjúkrastofunni, Ekki kveðst höf. hafa séð neinar óheppi- legar afleiðingar þessarar ókyrðar sjúklinganna. G. Cl. F r é 11 i r. Landlæknir varð sextugur 12. þ. m. Var honum haldin fjölmenn veisla um kvöldið og sátu hana margir læknar. Berklavarnafélagið og Oddfélag- ar höfðu látið mála mynd af landlækni og hengja upp á Vífilsstaðahæli og var á hana letrað nafn landlæknis og neðan undir: „Frumherji í barátt- unni gegn berklaveikinni á íslandi." Embætti. Óskar Einarsson hefir fengið veitingu fyrir Flateyr- arhéraði, en flytur Jiangað ekki fyr en með vorinu. P á 1 1 Sigurðsson, sem nýkominn er frá útlöndum, verður í Flateyrarhéraði i vetur. Bjarni læknir Jensson liggur á spítala vegna carbunculus nuchae, en er á batavegi. Hygieniske Meddelelser fra Island heitir grein, sem próf. Guðm. Hann- esson hefir nýlega skrifað i Nordisk Tidsskrift for Hygiene og segir hann þar frá lögunum um skipulag bæja. Læknar á ferð. Kristmundur Guöj ónsson kom hingað fyrir skömmu og er farinn heim aftur. S i g. M a g n ú s s o n fyrv. héraösl. ætlar að dvelja á Seyðisfirði fram eftir vetrinum og stunda þar tann- lækningar. Mislingarnir liafa aukist í októbermánuði, en eru enn þá vægir. Mænusóttin hefir ekkert gert vart viö sig seinustu 2—3 vikurnar. í þýsku blaði var hennar nýlega getið, og stóð þar, að um 1000 hefðu sýkst og 300 dáið og væri Akureyrarspítali yfirfullur af mænusóttarsjúklingum. FJELAGSPRENTS MIÐJAN

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.