Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1933, Qupperneq 3

Læknablaðið - 01.05.1933, Qupperneq 3
IIHHIHII 19. árg. ReykjavíkJKUMMSHl «WM—iutí 4.—5. tbl. Skólabörn í Reykjavík. Eftir ólaf Helgason, skólalækni Miöbæjarskólans. (Erindi flutt á aöalfundi L. í. 4. júlí 1933). Heilbrigðisstjórnin hefir1 gefi'ö út þessi ummæli um eftirlit héraöslækna meö barna- og unglingaskólum, meö bréfi 6. sept. 1916: „Héraöslæknar skulu hafa árlegt eftirlit með skólunum. Skóla- og fræöslunefndir skulu gera héraösl. aövart á hverju hausti. Skólaherbergi skulu vera vel umgengin svo aö heilsu nemenda stafi ekki hætta af þeim. Kennari skal laus við berklaveiki og næma sjúkdóma. Börn meö smitandi sjúkdóma má ekki taka í skóla. Skóli fær engan styrk ef eftirlit er vanrækt". Enn er það svo, aö héraðslæknar hafa þetta eftirlit, hver í sínu héraði og svo var það einnig hér i Reykjavík að héraðslæknir varö aö hafa skólaeftirlitið, sem hluta af sínum embættisskyldum, þar til 1919 eða '20, að það var orðið ógerlegt fyrir hann vegna fólksfjölda í bænum og nemendafjölda í skólanum. Var þá ráðinn, af skólanefndinni, sérstakur skólalæknir, með fástákveðnum launum, og eftirlitiö þannig fráskilið héraðslæknisembættinu, að öðru en þvi, að þangað bar skólalækninum að senda skýrslur sínar. Haustið 1922 voru tannlæknaáhöld sett upp í læknastofu skólans og tannlæknir ráðinn til að vinna þar 1 klst. á dag. 1928 er svo ráðinn sér- stakur tannlæknir, með föstum árslaunum úr bæjarsjóði, til að vinna þar allan daginn meöan kenslutími stendur yfir. 1. jan. 1922 er ráðin hjúkr- unarkona að skólanum, og léttir það að sjálfsögðu ákaflega mikiö undir með lækninum, eins og síðar mun veröa vikið að. Jafnframt var hún tannlækninum til aöstoðar eftir því sem tími og ástæöur leyfðu. Haustið 1931 tekur nýji Austurbæjarbarnaskólinn til starfa að fullu, og flytjast þangað öll börn sem heima eiga í austurhluta bæjarins, en Mið- bæjarskólinn heldur áfram með sama sniöi og áður. Var nú skólalæknis- starfinu skift og ráðinn sinn læknirinn að hvorum skóla. Vann eg fyrst við skólann óskiftan frá því um haustið 1929, síðan við Miðbæjar- skólann, er starfinu var skift. Tvö eru þau höfuðatriði sem mikilvægust eru í sambandi við skóla- skoðunina, nefnilega, í fyrsta lagi: Eftirlit með heilsu barnanna, og í öðru lagi: Hið mikla „materiale“ sem maður hefir á einum stað til margs- konar athugana í sambandi við skoðunina í svo stórum skóla, sem Barnask. Rvíkur er.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.