Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1933, Qupperneq 7

Læknablaðið - 01.05.1933, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 53 Viö brýnum fyrir börnunum, einkum þeim sem kirtlaveik eru, að neyta lýsis og göngum eftir að það sé gert. íslenska lýsið verður nú betri vara með hverju árinu og er ekki dýrara en það að flestir geta aflað sér þess, enda er látið úti mikið af lýsi ókeypis af hjúkrunarfél. Líkn. Eitlaþroti, sem stafar af skemdum tönnum, hefir að sjálfsögðu mink- að miki'ð eftir að tannlæknisstarfsemin komst í fastara horf þó að hvergi nærri sé hægt að gera við allar tannskemdir sem þyrfti. I heilbrigðisskýrslunum eru á árunum 1926—31 talin 2—57% barnanna með stækkaða kokkirtla og adenoid veget. 1928 kemst það lægst í ísafj.hj. 0,8%. Schleisinger telur það i Þýskalandi 11%. Hér gætir sama ósam- ræmisins og fyr, skoðunin verður subjectiv, einn telur kirtilauka það sem annar telur ekki. 1925 hafa 60 (12%) af nýjum börnum kirtilauka og þar af 7 (12% af því) mikinn kirtilauka. 1926 eru skráð 4,6% af öllum börnunum. 1929: 5%; 1930: 3,4%; 1931: aðeins 1,1%. Þessi lækkun staf- ar að einhverju leyti af þvi, að meira er nú hugsað um að gera tonsillec- tomiur en áður var, e. t. v. stundum þó indicationir séu ekki mjög strangar og svo ekki siður af hinu, að mér finst, að ekki beri að telja hypertrofiu hverja stóra tonsill sem maður sér, þær geta verið stórar þó heilbrigð- ar séu, heldur hitt þar sem eitlaaukinn virðist standa barninu fyrir þrifum, munnöndun er áberandi, graftartappar og detritus sýnilegnr í tonsillunum eða hálsbólgur tíðar. Þá fyrst er það sjúkdómur sem ber að skrásetja og ráða bót á. Þegar þess þarf með fær barnið miða heim með sér, þar sem sagt er frá að barnið þurfi að leita sér læknis vegna kirtilauka, og það fært inn í sérstaka bók. Er barnið hefir leitað læknis ritar hann nafn sitt á tilvísunarseðilinn, barnið skilar honum í skólann árituðum næsta dag og nafn læknisins, sem tekið hefír barnið til með- ferðar, skráð í bókina. Að lokum er merkt við á heilsufarsseðil þess er aðgerðin hefir verið framkvæmd. Það væri æskilegt ef hálslæknar vildu leiðbeina collegum með hvað telja skuli hypertrofia svo að meira sam- rænn’ fáist í skýrslurnar. — Það er talið að scoliosis (lordosis, kyph.) finnist á ca. 15% barna en aðeins 1—2% hafi skakkbakssjúkdóm. 1929 eru 1,5% barnanna í Barna- skóla Reykjvíkur talin með hryggskekkju, 1930: 2,6% og 1931: 5>5%- Um áramót 1931-—2 samþykti bæjarstjórn að veita börnum þeim er þess þvrftu, ókeypis sjúkraleikfimi. Áður hafði maður veigrað sér við að vísa til aðgerðar öðrum börnum en þeim, sem brýnust nauðsyn bar til að lag- færa. Nú þurfti ekki lengur að horfa i kostnaðinn fyrir börnin og var þá að sjálfsögðu farið að senda fleiri börn en áður til aðgerða. Því fyr sem börnin eru send, þess betri eru batahorfur og þarf minna fyrir þeim að hafa, og skemri tima. Börnin eru látin nota æfingakerfi Klapps að mestu leyti og að nokkru leyti sænska sjúkraleikfimi. Vanur leik- fimiskennari, sem hefir kent sjúkraleikfimi í mörg ár hefir tekið starfið að sér, en börnin eru undir stöðugu eftirliti skólalæknanna. Enn sem kornið er, eru ekki til skýrslur um árangurinn, þar sem tíminn er svo stuttur, en eftir því sem eg lít til, vænti eg mér góðs um árangurinn. Þau börn, sem sjúkraleikfimi stunda, eru aö sjálfsögðu undanþegin skóla- leikfiminni. Það hefir verið háð hörð barátta við lúsina í Barnaskóla Reykjavíkur eins 0g víðar, Eg er ekki í efa um að það sem áunnist hefir er að tals-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.