Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.05.1933, Blaðsíða 12
58 LÆICNABLAÐIÐ reyndist 5,10 cm og komu 41% af því á sumarmánuöina (apr.—okt.), en 59% á vetrarmánuöina (okt.—apr.). Sama er aö segja um þyngdina. Aleðalþyngdaraukning piltanna er 3,42 kg. á ári. Þaraf koma 35% á sumarmán. (apr.—okt.), en 65% á vetrarmánuðina (okt.—apr.). Svipuöu máli er aö gegna um stúlkurnar. Meöalhækkun þeirra er á ári 5,58 cm. Þaraf kemur á sumarmánuöina 44%, en á vetrarmánuöina 56%. Dálítiö ööru máli er að gegna um þyngd þeirra. Meöalþyngdaraukning er 3,93 kg. yfir árið. Þaraf kérnur á sumarmánuðina 50°/o, en þær þyngjast minst í skammdeginu svo aö þar koma einnig 50% á vetrarmánuðina. Bendir þetta e. t. v. til aö sumir piltanna, einkum þeir eldri, hafi meira erfiöi aö sumrinu en þeim er holt, og komið hefir til oröa, þó enn hafi ekki orðið úr framkvæmdum, aö byrja skólahald fyr aö haustinu og lengja þá heldur jólaleyfi í þess stað. Ritgerö skólastjórans um þetta efni er prentuð í Eimreiðinni 38. árg. 3.—4. hefti og vísast aö ööru leyti til hennar Skólaeftirlitiö er merkilegt mál. Fyrir utan þann visindalega ágóöa sem af því má hafa ef svo mætti að oröi komast, er þaö einn þátturinn í þeirri viðleitni að ala upp heilbrigöa kynslóö og e. t. v. ekki sá órnerki- legasti. Eins og nú er ástatt er langt frá því, að þaö sé í góðu lagi hjá okkur. Þaö verður ekki fyr en sérstökum manni er falið aö hafa eftirlit með heilbrigðismálum allra skóla á landinu, safna um þaö skýrslum og gera tillögur um þaö sem betur mætti fara. Nú hafa veriö gefin út ný eyöubiöö fyrir héraöslækna um skólaeftirlit, og felt niður flest af því sem áöur var spurt um. Það má að vísu segja, að til mikils hafi veriö ætlast af héraöslæknum að' svara öllu sem á gömlu blöðin var skráö, en hins vegar er þaö lélegt skólaeftirlit að gæta nær eingöngu aö berkla- veiki, Pirquet, og óþrifum, eins og ætlast er til á hinum nýju blööum. Það má að vísu segja að hverjum sé i sjálfsvald sett hvað hann athugar framyfir þetta, en reynslan er nú sú, að fullerfitt mun að fá menn til að svara því sem fyrirskipað er, auk heldur hinu. Eins og nú er ástatt, eru greiddar ca. 2500 kr. til skólalæknanna í Reykjavík, eöa 1 kr. á barn. Til samanburðar má geta þess, aö til tann- lækninga á sömu börnum eru greiddar ca. 10 þús. krónur. Stendur bæjar- sjóöur einn straum af þessum kostnaði. Launin eru svo lág, að skóla- læknisstarfiö veröur þvi aldrei eins vel unniö og skyldi. Mér hefir dottiö í hug, hvort ekki mætti koma þessum málum í fast- ara horf meö því, aö skipaður væri einn skólalæknir í Reykjavík og hon- um launað svo vel að hann gæti gefið sig að starfinu óskiftur. Jafn- framt væri sá læknir yfirmaður allra skólaheilbrigöismála í landinu og til hans bæri héraöslæknum og öðrum skólalæknum, að senda skýrslur sínar um skóla. Laun hans. skyldu svo greidd úr bæjar- og ríkissjóði, að sínum helming úr hvorum. Eg hefi þó ekki, aö svo komnu máli, viljað bera fram um þetta ákveðnar tillögur, vegna þess aö eins og sakir standa, mun ekki blása byrlega um stofnun nýrra embætta, hvorki fyrir ríkis- né bæjarstjórn. En aö því hlýtur að koma, að skipa veröur heilbrigöis- málum skólanna í fastara form en nú er, og mætti þá hafa þetta í huga.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.