Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1933, Síða 19

Læknablaðið - 01.05.1933, Síða 19
LÆKNABLAÐIÐ 65 1901, uns héraðiS var veitt; tók þá aukalæknisstarfið í norðurhluta hér- aðsins og settist að á Hesteyri, en 27. okt. 1908 var hann skipaður hér- aðslæknir i Hesteyrarhérði, sem þá var stofnað árið áður. Þessu em- bætti gegnir hann síðan í 2^/2 ár, er hann sagði því lausu og fluttist hingað til Reykjavíkur í maímánuði síðastliðinn, en læknisstörfum hafði hann gegnt samfleytt i 40 ár. Meðan hann dvaldi á Isafirði, kvæntist hann fyrri konu sinni (3. sept. 189f), Guðrúnu Nielsen frá Noregi. Faðir hennar, Peder Nielsen, var ingenieur og varð ráðherra. Hún var þvi af góðu fólki komin, enda frábær kona að andlegu og líkamlegu atgjörfi. Þau eignuðust dreng, er fæddist andvana. Eftir 2ja ára sambúð varð Jón að sjá á bak konu sinni, sem dó úr illkynjaðri taugaveiki 6. maí 1899. A Hesteyri var lítil bygð, er Jón kom þangað 1901, og varð hann því að byggja sér þar hús. Þar kvæntist hann (29. ág. 1902) Mörtu Guð- rúnu, er nú lifir mann sinn. Faðir hennar var Sigurður Bachmann, kaup- maður á Patreksfirði. Þau frú Marta eignuðust ekkert afkvæmi, en ólu upp 2 fósturbörn: Högna Björnsson, systurson hans og Huldu, dóttur Jóns Snæbjarnarsonar kaupmanns, systurdóttur hennar. Jón var hár maður og tigulegur á velli, vel að manni og fimleikamað- ur góður, námsmaður i fullu meðallagi, hægur og siðprúður, en fáskift- inn og altað dulur í skapi, seinn til reiði, en þó sáttfús. Hann gekk óskift- ur að því starfi, að vera læknir og heilsuvörður í héraði sínu og tók sér sjaldan tómstundir frá þeim' starfa. Hann var gestrisinn og höfðingi heim að sækja og gegndi ýmsum innanhéraðsstörfum, sveitarstjórnarstörfum, póstafgreiðslu, bóksölu o. fl. í öllum störfum var hann skyldurækinn, og var því héraðsbúum til fyrirmyndar á ýmsan hátt. Héraðið var og er hið ógreiðasta, hvort heldur er að sækja á sjó eða landi, og segir sig þvi sjálft, að margar erfiðar ferðir hefir hann fengið í þau rúm 30 ár, er hann gegndi þessu héraði, og hefir honum þá komið vel, að hann var karlmenni. A einni slíkri ferð lenti hann niður um ís og hékk á skör- inni og var hætt kominn. Fékk hann þá kviðbilun, en ekki þó stóra; gaf hann sér aldrei tima til að leita sér hjálpar við' þessari bilun, fyrr en eftir komu sína hingað til bæjarins, að hann lagðist inn á Landspít- alann. Þar gjörði próf. Guðm. Thoroddsen skurð á honum og lagaði þetta, og gekk það vel að vanda, en þessi lega var þó hans hin síðasta, þvi að hann fékk bronchopnevumonie í bæði lungun o. s. frv. og and- aðist á spítalanum eftir fárra daga legu, 3. júní síðastliðinn. Líkskoðunin sýndi, að bæði lungun voru emphysematös og víðar þensl i innýflum, svo með sannindum má komast svo að orði, að hann hafi slitið sér út í sínu erfiða starfi. Þökk fyrr vel unnið starf og góðar endurminningar. Þinn gamli samferðamaður á námsbrautinni. Jón Jónsson.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.