Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1933, Qupperneq 30

Læknablaðið - 01.05.1933, Qupperneq 30
76 LÆKNABLAÐIÐ j)ví verSur viS komið. Borgun fyrir jretta sé tvær krónur á nemanda. Fer'Sa- kostnaður borgist sérstaklega. Viðkomandi hreppur og bæjarfélag borgi lækninum skoðunina. Héraðslæknar semji svo skýrslur um skoðunina. Tillagan samj). með io atkv. móti 5. Þá bar Matth. Einarsson fram svohljóðandi tillögu: Aðalfundur L. í. telur ummæli Vilmundar Jónssonar landlæknis um lækna og lækningar í Alþ.bl. þ. 22. febr. og 18. mars o. fl. villandi fyrir almenning og ómakleg í garð læknafélagsins og lækna. Nokkrar umræður urðu um tillöguna og tóku ýmsir til máls. Mörgum fast tillagan fara of vægum orðum um skrif landlæknis, sem enginn rnælti bót, að undanskilduin próf. Guðm. Thoroddsen, en hann áleit anda grein- anna réttmætan, þótt j)ær væru hinsvegar bjánalega skrifaðar. Átti hann með jressu við það, að réttmætt væri að vanda um meðalaaustur lækna, sem oft gengi úr hófi fram. Ekki töluðu þarna fleiri, sem sömu skoðun höfðu á skrifum jiessum. Tillaga Matthíasar var samþykt með 29 atkv. gegn 1. Þessi tillaga var borin upp og samjiykt í einu hljóði: Um leið og fundurinn þakkar ritstjórn Árbókarinnar maklega fyrir út- gáfu Arfbókarinnar til jiessa, felur hann stjórn félagsins að sjá um út- gáfu hennar framvegis. Þá stóð upp Jónas Sveinsson héraðslæknir og kritiseraði ýms- ar gerðir fráíarandi stjórnar. Autoreferat ókornið! Magnús Pétnrsson bar fram tillögu um að breyta árgjaldi fé- lagsmanna úr 75,00 niður í 50,00 kr. Tillagan var að viðhöfðu nafnakalli samj). með 22 atkv. gegn 7 (2 greiddu ekki atkv.). Því næst var kosin stjórn fyrir næsta ár. Próf. Guðm. Hannesson baðst undan, endurkosningu. Þessir voru kosnir í stjórn : Magnús Pétursson formaður. M a g g i J ú 1. M a g n ú s s og H a 11 d ó r H a n s e n meðstjórnendur. Til vara G u n n 1 a u g u r E in a r s s o n. Magnús Pétursson ])akkaði mönnum það traust er þeir sýndu sér með því að kjósa sig fyrir formann. Flutti siðan fráf. form. próf. Guðm. Hannessyni ])akkir félagsmanna fyrir ágætt starf í þágu félags- ins á undanförnum árum. Fundarmenn tóku undir þetta með lófataki. Fundarstaður fyrir næsta aðalfund var ákveðinn í Reykjavík. Fundi slitið kl. 11,45 e- 6. Lárus Einarson læknir, kom heim í suniar efir 5 ára dvöl erlendis. Hefir hann eins og kunnugt er stundað líffæra og lífeðlisfræði þessi ár. Vann hann fyrst 1 vetur í Kaupmannahöfn hjá prófessor Hansen. 1929 fór hann til Múnchen og vann þar einn vetur við Anatomische Anstalt hjá prófessor Rollier. Síðan vann hann nokkra mánuði hjá prosektor Vimtrup á Bispeibjerg pathologiske Institut. 1930 fékk hann Rockefeller fellowship til 2ja ára.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.