Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ Otitis media suppurat. er algengari en ætla mætti á ungum börnum. J. H. Ebbs fann viö krufningu á 800 börnum inn- an 2 ára 53% meS otitis. (Lancet 22/5 '37)- Árgjald í ensku sjúkra- tryggingunni er 9 sh. Nú vilja læknar hækka þaS upp í 12/6, því vinna og margskonar kostnaöur hafi aukist sem því svarar. (Luncet 5/6 '37). Nýtt prontosil. Amerískir læknar segjast hafa fundiS öllu betra lyf gegn strepto- coccum en prontosil. ÞaS nefnist „sulphanitumid" og verkar á fleira en streptoc. Fleiri slík lyf hafa fundist. (Lancet 5/6 '37). Væg bólusótt á Englandi. Varla líöur svo ár, aö ekki flytj- ist bólusótt til Bretlands, og þá venjulega hin illræmda, mann- skæða bólusótt. En meö góöunr sóttvörnum hefur ætíö tekist aö stööva útberiöslu veikinnar. Ööru rnáli er aö gegna um væga bclusótt, sem hefur veriö landlæg í Bretlandi síöan 1901, þar til hún hvarf úr sögunni og dó út 1934. Enskum læknuin kernur saman um, aö þó veikin hafi veriö væg, hafi þetta veriö variola, en af vægri tegund, eöa sem þeir kalla: modified smallpox. Þessi vægi bólufaraldur Irarst til Englands 1901 frá Suðurríkjum Bandaríkjanna, en varö fyrst veru- lega tíöur gestur hér og hvar i landinu á tímabilinu 1921—1934, og mátti þá kallast epidemiskur. Hámarki náöi útbreiðslan 1927. Þá komu fyrir alls 14767 tilfelli á Englandi og í Wales. í London gekk þessi faraldur 1928—1934 og 77 komu alls fyrir 13686 tilfelli (notified cases). Dr. Pisckford Marsden, bólu- læknir, sá nteö eigin auguni, svo aö segja, alla sjúklingana í Lond- on, og telur þá alla hafa haft modified, en ekki grave smallpox. Af þeirn dóu 34, þ. e. 1 :400, en allir út complications, nema 5. En þessir 5 voru ungbörn, 2 daga til 3 vikna gömul. Munurinn á þessari vægu bólu og hinni klassisku bólusótt var einkum fólginn i því, hvað bólurn- ar voru fáar og strjálar, t. d. 10— 12 alls, en stundum gat þó andlitið verið alsett bólunt, en þó varð veikin væg. Og svo aö segja ætíð fóru bólurnar að hjaöna og hverfa frá 6. degi. Meðal þeirra sem dóu fengu 3 encephalo-myelitis, og dr. Marsden heldur, aö margir hafi fengið aðkennig af encephalitis, en batnað alveg. 6 konur aborteruðu. Af öllurn sjúklingunum höfðu 1756 ör eftir undangengna bólu- setningu, en af þeim aftur 25, sem höföu verið tvívegis bólusettir (endurbólusettir). En um alla þá bólusettu vitnaðist, aö lengra var liðið en 10 ár frá bólusetningu þar til þeir sýktust. Mardsen telur sennilegt, að helmingur barna innan 10 ára ald- urs sé ónæmur gagnvart vægu ból- unni. Þar sem gjöra má ráö fyrir, að allmargir hafi veikst, sem ekki voru skráðir af læknum, telur Marsden aö case fatality hinnar vægu bólu hafi verið í hæsta lagi 1 °/o og megi þaö teljast lítilvægt gegn 25—30%, eins og tiðkast í Kína og Iindlandi. Aö væga bólan hefir breiöst meira út en sú rétta variola á Eng- landi orsakast af kæruleysi unt sóttvarnir gegn henni og minni hræðslu. Aö faraldurinn hætti 1934

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.