Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 13
LÆKNAB LAÐIÐ 9i Ijáðar þessar sjúkdómsmyndir, þá sé leyfilegt að setja fram þá skoð- nn, aö um sama sjúkdóm sé a'ð ræða. H ö f u 11 d a r : Findlay, G. M.: T'he transmission of louping ill to monkeys. The British Journ. of Exp. Pathology 13, 230, 1032. Brownlee, A. & Wilson, D. R.: J. Comp. Path. Ther. 45, 67, 1932. Hurst, E. W.: J. Comp. Path. Ther. 44, 231. 1931- M’Gowan, J. P. & Rettie, T.: J. Path. Bact. 18, 47, 1913. * Pool, W. A., Brownlee, A. & Wilson, D. R.: J. Comp. Ther. 43, 253, 1930. Nokkur orð um berklavarnir, sérstaklega um heilsuhæli fyrir börn á byrjunarstigum berklaveik- innar og hjálp til berklasjúklinga, sem verið hafa á hælum. Eftir SIG. MAGNÚSSON. Eg lit svo á, aö áðalstefnan í berklavörnum ætti að vera þessi: I. Öll börn í barnaskólum, og' einnig nemendur i framhaldsskól- um, eiga að túberkúlin-prófast, og þau, sem eru neikvæð, eiga að end- urprófast árlega, þangaö til þa.u verða jákvæö, og allir, sem eru já- kvæðir, eiga að röntgenskoöast, ef þess er kostur, og það á aö keppa að því takmarki. að það sé bægt.*) II. Hinir, sem ekki eru i skóla, eiga að röntgenskoðast með vissu ■millibili, t. d. 3. hvert ár. Mikið, eða sennilega mest er fengið, ef við förum eftir Borgundarhólms- *) Vitanlega getur verið ástæða til að atliuga á þennan hátt börn innan skólaaldurs, en hér eru hóp- skoðanir að ýmsu leyti örðugar, sérstaklega að því er snertir yngstu börnin, enda má segja, með nokkrum rétti, að upplýsingar um smitun komi of seint. Hér þarf að leggja aðaláhersluna á skoðun heimilisfólksins, til þess að konra í veg' fyrir smitun hinna afar við- kvæmu ungu barna. aðferöinni, að röntgenskoða alla á aldrinum 15—35 ára, þó æskilegt væri, að enn eldri aldursflokkar væru athugaðir, eftir því, sem við verður komið. III. Alla þá, sem eru röntgen- skoðaðir og virðast sýna patholog- iskar lueytingar, þarf að athuga rækilega, lækna ef þess er kostur, sjá um að þeir smiti ekki aðra o. s. frv., alt eftir ástæðum. Undir þennan lið heyrir aðstoð til sjúk- linga, sem verið hafa á hælum. Nú geta menn væntanlega geng- ið út frá því, enda samkvæmt reysnlu, að lækningatilraunir gefi bestan árangur í upphafsstigum veikinnar.þó vitanlega séu sum til- felli malign frá upphafi, og að sum, sem virðast benign upphaf- lega, geta tekið sig upp aftur eftir lengri eða skemmri tínia af endo- gen eða exogen ástæðum. Við vit- um að vísu, að mörg upphafstil- felli læknast að fullu. jafnvel án sérstakra lækningaaðgerða, en vit- anlega læknast þau því betur, því betri sem hin immunobiologisku skilyrði eru. sem efalítið má hafa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.