Læknablaðið - 01.10.1938, Blaðsíða 17
LÆKNAB LAÐ IÐ
95
fariö af hælinu, nema þeir gætu
fengiö einhverja fjárhagslega aö-
stoö, eöa vinnu viö þeirra hæfi, eða
livorttveggja, ef vinnan gæfi litiö
í aöra hönd. Eg gat' einnig um há
sjúklinga, sem hafa veriö mjög
lengi á hæli, sttmdum árum saman,
hafa náö allgóðri heilsu, hafa svo
aö segja engan hósta, þó endrum
og sinnum, stundum með mánaða
millibili. finnist berklagerlar i hin-
um óverulega uppgangi. Slíkir
menn eru sjálfsagt eigi allfáir vor
á meöal, sent eru þannig ,,fakulta-
tiv smitandi" — eins og komist er
aö orði — en í raun og veru ósmit-
andi með venjulegri aögæslu.
A alþjóöa breklavarnafundi,
sem haldinn var i Lissabon síöast-
liöið sumar, þar sem eitt af aðal-
umræðuefnunum var berklavarnir
á heimilum, kom ræðumönnum
saman um, aö þaö væri þjóðhags-
lega ómögulegt, enda óþarfi að
hafa alla berklaveika á sjúkrahúsi
eins lengi og þeir væru smitandi,
og þaö var sérstaklega eftirtekt-
arvert, aö Breuning, sem veriö hef-
ir helsti málsvari kenningarinnar
um hina miklu þýöingu exogen
superinfeitio, var á þeirri skoöun,
aö sjúklingar meö opna lungna-
berkla megi dvelja á heimilum sín-
um, þó þar sé ungbörn, ef húsa-
kynni eru sæmileg og aðgæsla og
eítirlit sömuleiöis. Helst vill hann
þó aö sjúklingurinn hafi sérstakt
svefnherbergi, ef hann er mikið
smitandi. Hann kveöur þaö enda
reynslu sína, aö ungbörn haldi á-
frant að vera tuberkulin-negativ
undir slikum kringumstæöum. Mér
fvrir mitt leyti þykir hér gengið
of skamt í kröfum um góðar smit-
varnir, þegar unt ungbörn er að
ræöa, en hitt er víst, aö „nimia
nocent", eöa of mikið rná af öllu
gera og hóf er best i hverjumi leik.
Hvað sent um þetta er að segja.
þá er þaö þó einn mikilsveröasti
þátturinn í berklavörnum, að fólk-
iö læri hreinlæti og varúöarregl-
ur, að sínu leyti eins og góðar um-
ferðarreglur á götum bæjanna og
vegum úti, til þess að komast hjá
slysi.
Fyrir nokkrunt árum sagði yfir-
læknir stærsta danska heilsuhælis-
ins mér, aö þaö kæmi aldrei fyrir,
að sjúklingar væri tregir til að
fara heim til sín, — ef læknir teldi
óhætt að útskrifa þá. Hér er þetta
stundum öðru vísi. og geta verið
ýmsar ástæður, t.d. í Danmörku
betri húsakynni, minni smit-
hræðsla, örorkutryggingar, sem
hér eru enn óverulegar o. s. frv.
og kannske ræður það einhverju
hér hjá oss, að sumir virðast líta
svo á, að ef sjúklingurinn er kont-
inn á berklalögin" (eins og það er
orðað) þ. e. á ríkið, þá þurfi aðrir
aðiljar engu til að kosta.
Hins vegar er það víst, að það
sparar rnjög sjúkrarúm og gjörir
þörfina fyrir viðbót sjúkrarúma á
berklahælum minni, að afstaða
sjúklinga utan hælanna, og jafn-
vel þó þessi hjálp sé borin uppi af
ríkinu einu saman, þá mundi hún
verða ríkinu miklu ódýrari en að
greiða kostnaðinn á sjúkrahúsi
jafn langan tíma. En öðrum að-
iljum væri vitanlega skylt að láta
hjálp sína í té. Virðist t. d. ekki
ósanngjarnt, að að þessari hjálp
stæði ríkissjóður, bæjar- og sveit-
arfélag og tryggingarstofnun rík-
isins. Þessi hjálp þyrfti varla að
fara fram úr hálfu meðlagi á
sjúkrahúsi. en i mörgum tilfellum
vitanlega minni eða engin, ef á-
stæöur sjúklinganna væru sæmi-
legar eða ef hægt væri að útvega
þeim létta vinnu við þeirra hæfi.
Þetta eru aðeins lauslegar tillögur,
sem þurfa nákvæmari yfirvegun
um alt fyrirkomulag. En þetta mál