Læknablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 13
LÆ K NA B LAÐ IÐ
3
finna hjá þeim verulegar lrerkla-
breytingar.
Þau 35 svikasár, er bók mín fjall-
ar um og öll voru ópereruÖ, komu
fyrir á ca. io árum, þ. e. 3—4 á
ári aÖ meÖaltali, en eg gat þess á
bls. 22 í bókinni, aÖ það væri aÖ-
eins brot af þeim sjúkl., sem mín
höfðu leitað með magasárseinkenn-
um. án þess að unt væri aÖ sanna,
að þeir hefÖu magasár, og því ekki
unt aÖ vita, hversu oft raunveru-
leg sár lægju þar á bak við. —
Söm er reynsla min enn þann dag
í dag. Mismunurinn er aðeins sá,
að ulcus diagnostikin er orðin full-
komnari síÖan, — einkum sú rönt-
genologiska — og því siður hætt
við að raunveruleg maga- eða duo-
denalsár yfirsjáist.
Eg hefi fljótlega farið í gegnum
journala mína á árunum 1937—38
og það, sem af er þessu ári, og
het'i eg fundið 64 tilfclli af þessu
tagi, eða að meðaltali ca. 33 tilfelli
á ári.* AÖeins eitt þessara tilfella
hefir veriÖ ópererað, og mun eg
lýsa því sérstaklega, ásamt öðru ó-
pereruðu tilfelli, en sem leitaði min
all-löngu áður, og sem þvi tilheyr-
ir ekki þessari statistik. Á sama
tíma leituðu mín 36 sjúkl. með
sannanleg ulcera. Nú má vitanlega
reikna með því að á nreðal þess-
ara 64 tilfella með sáraeinkenni, án
sannanlegra sára, séu svo og svo
mörg maga eða duodenal sár, enda
þótt fyrri reynsla mín, þar sem eg
hefi fylgt analog tilfellum árum
saman, bendi eindregiÖ i þá átt,
að það sé ekki algengt, því vænt-
anlega yrðu þá sárin manifest á
mörgum árum, hjá surnurn, ef ekki
* Að vísu nokkru fleiri, sem
ekki voru tekin með, vegna ófull-
nægjandi athugunar, en berklaein-
kenni voru sist sjaldgæfari þeirra
á meðal.
flestum þeirra, en það er síður en
svo, að sú hafi orðið raunin á,
hvað mína sjúkl. áhrærir.
En með tilliti til berkla coincid-
ens þessara sjúkl. skiftir það held-
ur ekki miklu máli, hvort um raun-
veruleg sár eða svikasár er að
ræða, það hreytir aðeins procentu
hlutföllunum dálítið í þá átt, að
herklacoincidens sáranna verður
lægri í útkomu en raunverulegt
væri, því enn sem fyr virðast hlut-
föllin vera hin sömu, þ. e. að svika-
sárssjúkl. eru oftar grunsamir með
tilliti til berklaveiki, en hinir.
Eg skal nú skýra frá tíðleika
lierklagrunsamra einkenna þessara
64 svikasára, en sleppi að sinni
sárasjúkl., því tala þeirra er einnig
svo litil á þessum 3 árum, að ininna
er á henni að byggja.
Tölurnar líta þá þannig út: —
Berklaveiki i ætt eða hjá fjölskyldu
hefir fundist í 23 tilfellum (ca.
36%). Berklar i lungum hjá n
þeirra, en kliniska eða röntgcno-
logiska pleurita virðast 32 sjúkling-
anna hafa haft, eða réttur helm-
ingur (50%), og önnur grunsöm
klinisk-röntgenologisk berklaein-
kenni 17 (26,5%). Þau einkenni
voru t. d.: frásögn um eitla á bak
við lungun, eða langvarandi „slím
í lungum“, þrálát tök i gegn um
brjóstið, hrygluhljóð í apices eða
langvarandi og localiseruð hrygluhlj.
annars staðar í lungunum, mikil við-
kvæmni fyrir tuberculini, hilusstækk-
anir og peribronchitar á röntgen
o. fl., en venjulega 2 eða fleiri slík
einkenni hjá sama sjúklingi. Hinn
raunverulegi coincidens berkla og
berklagrunsamra einkenna á þess-
um 64 pseudo-ulcus-tilf. verður þá
samkvæmt athugunum þessum sem
hér segir: Berklar í hmgmn 11, og
dragist þeir frá, hefir Pleuritis
fundist hjá 25 öðrum sjúkl., þ. e.
berkla í lungum eða pleuritis hafa