Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 22
12 LÆKNAB LAÐIÐ um ekki einu sinni af hverju hinar reglubundnu hreytingar likamshit- ans innan sólarhringsins stafa. ÞaÖ hefir verið gerÖ merkileg tilraun eins og hér verður sagt: Tilraun- armaður var staddur nokkra daga í námu, 750 m. djúpt. Áhrif and- rúmsloftsins, eða sólarljós, breyt- ing hitans eða raki loftsins gat ekki snert hann. Breytingar á likamshita hans reyndust eins reglulegar og áður. Höfundurinn álítur, að hér sé um kosmisk áhrif að ræða, sem okkur eru ennþá ókunn. Annars vit- um við hvernig háfjallavist verkar. Mikið hefir verið skrifað um þetta, sérstaklega í ..Internationale Insti- tut“ í Sviss. Það sama gildir fyrir aðrar tegundir loftslags, t. d. sjáv- ar- eða öræfaloftslag. (Sjá: Lam- pert: Heilquellen und Heilklima, þar sem farið er nákvæmlega inn á þetta svið). Þrátt fyrir það er mikið órannsakað, Góðar, umfangs- miklar skýrslur, eins og sú ofan- nefnda, er Petersen birti. eru mikils virði, en einnig er rannsókn á ein- staklingnum þýðingarmikil. Eg álít, að læknar i sveitum gætu vel safn- að fræðum um samband milli veð- urs og sjúkdóma í sjúklingahring þeirra. A siðustu áratugum hafa hinar visindalegu rannsóknir aðallega beinst að einum lið, þ. e. verkan ýmsra mismunandi hitastiga. Oft voru þá kringumstæðurnar þannig, að ekki er hægt að bera það sam- an við það, sem fyrir kemur í lif- inu. T. d. hafa meðal annars verið gerðar mjög margar dýratilraunir um áhrif kulda, ýmist á dýrin öll eða á hluta líkama þeirra. Venju- lega tókst ekki með tilraunum ])ess- um að framleiða hina svonefndu of- kælingarsjúkdóma. Þetta tókst held- ur ekki með hinum hetjulegu til- raunum, sem Chodowsky og aðrir vísindamenn gerðu á sjálfum sér. Ch. fór t. d. í 40° C. heitt bað og síðan strax með votu hörundi í kaldan súg. Hvorki eftir þessa til- raun né aðrar líkar fylgdi ofkæling. Hann dró af þessu þá ályktun, að ,,ofkæling“ væri ekki til. Þessi skoðun — en hana höfðu tileink- að sér flestir læknar og sjúkrahús — fékk aukinn styrk við þá reynslu um fólk, sem óhjákvæmilega, eins og t. d. er skip farast, stirðna af kulda í ísköldum sjó eða er renn- vott i björgunarbátum. — Nú á síðustu tímum er þetta því miður orðin dagleg saga. — En fólkið veikist venjulega ekki. Visindin voru þvi lengi vantrú- uð á ofkælingarsjúkdóma, eða þau neituðu þeim. Einkennandi fyrir þessa skoðun eru nokkrar setning- ar úr formálanum að fyrnefndri bók Stickers. Þar stendur, að hon- um hafi fyrst þótt það miður, að honum var úthlutað að skrifa um ofkælingarsjúkdóma í nýtt safn- rit. — það er um sjúkdóma, sem afneitað væri með tilraunum lærðra manna, en álitið einkasvið fyrir umhyggju gamalla kvenna. Og menn undrast virkilega, þegar menn skoða stór saínrit í þessu tilliti og sjá, hve fátæklegur kaflinn um of- kælingarsjúkdóma er. I Noweau Traité de Médecine, sem kom út 1924, og er 22 bindi, eru heilar tvær síður helgaðar þessu efni. Likt má segja um handbók Kraus og Brugsch o. fl. Að hve miklu leyti ofkæling er álitin orsök sjúdóms, verður maður að safna saman úr hinum ýmsu köflum, kvef, angina. bronch.. rheumat. o. s. frv., en hina ýmsu höfunda greinir auðvitað á í skoðunum sínum. Andspænis hinum fjölmörgu nei- kvæðu tilraunum er hin hversdags- lega reynsla um margt fólk, og að líkindum meiri hlutann — að kæl- ingu eða því að verða votur, fylgi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.