Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.01.1940, Blaðsíða 20
10 LÆKNABLAÐIÐ þessa niáls, ná hinar sögulegu at- huganir yfir margar blaÖsí'Öur. Um spurninguna hvort áhrifa af breyt- ingum i andrúmslofti eða í kosmos gæti yfirhöfuð á menn, hefir mik- ið meira verið ritað og á við og dreif. Læknavísindin hafa lengi sneitt hjá þessari spurningu, sem vissu- lega er þýðingarmikil. Áður fyr með réttu, því staðreyndirnar voru enn af of skornum skamti, og sér- staklega voru eðlisfræði, efnafræði, veðurfræði og aðrar vísindagreinar enn þá svo skamt á veg komnar, að dultrú og hugmyndaflug máttu sín mjög mikils. Á þessum grund- velli gat t. d. stjörnutrúin ]>rosk- ast, sem áleit örlög einstaklinganna og þarafleiðandi einnig sjúkdóma ]ieirra og dauða því undirorpið, hvernig stjörnuafstaðan var, er þeir fæddust. Þegar náttúruvísindin fóru að blómgast, urðu að sjálf- sögðu ])essar og líkar skoðanir að vikja, ])ótt nú sé raunar aftur far- ið að bóla meira á slikum hindur- vitnum. Þannig var það að læknis- fræðin, sem skoðaði sig sem eina grein náttúruvísindanna, tók aðeins mark á ])ví, sem hægt var að mæla eða telja eða sanna með tilraun- um. Þessi afstaða var nauðsynleg. til þess yfirleitt að fá öruggan grundvöll, en var ])ó ekki fullnægj- andi, ])vi hún lét mörgu ósvarað. Þannig hafa sjúkdómafræðin og sýklafræðin fært okkur á siðustu áratugum mörg sannindi, sem hvíla á nákvæmum vísindalegum grund- velli. í staðinn fyrir „Contagium vivum" og „Miasma" eru komin föst hugtök. og ])ar sem ennþá voru göt, hafa virusrannsóknirnar kom- ið með nýja þekkingu. Þær fram- farir, sem orðið hafa á sóttvörnum, sýna, að við erum á réttri leið. Hinn mentaði heimur getur nú að mestu leyti komist hjá drepsóttum. eins og svartadauða, choleru, typhus exanthematicus o. fl. En ef við spyrjum: Hvernig stendur á ])vi, að öðru hvoru koma tíð tilfelli af mislingum, skarlatssótt og barnaveiki, að í mörgum far- sóttum er mikið af þungum tilfell- 'um, þá getum við ennþá ekki sagt það með fullvissu. Við getum t. d. ekki skýrt, hvers vegna 1918 in- flúensan kom svo skyndilega og var svo skæð. Ennþá merkilegra er einnig það, að í farsóttinni 1918 og næstu ár var það i byrjuninni einkum hraust, kröftugt, ungt fólk, sem veiktist, og að hjá þeim lýsti sj úkdómurinn sér sem mjög bráð sepsis, en næstu ár aftur á móti var það ])leuraem])yem, sem mest bar á, og siðar bar meira á otitis. sinuitis, encephalitis o. s. frv. •— Heimsstyrjöldin var ekki orsök þessa: sóttin kom úr löndum, sem ekki tóku ])átt í styrjöldinni, og í Evrópu kom hún fyrst til Spánar, sem var hlutlaus (spánska veikin). Veikin var sérstaklega ])ung í Sviss, sem var hlutlaust. Hvernig á mað- ur að skýra það, að encephalitis lethargica kom svo skyndilega, sem aðallega kom fyrir 1917, hvarf nokkrum árum siðar, en kom svo aftur seinna. Hvernig á að skýra hina sérkennilegu útbreiðslu polio- myelitis anterior? Vissulega eru til skýringatilraun- ir. Sóttin hverfur, þegar þjóðin er gegnsýkt. Ekki er hægt að mót- mæla því, að þetta hefir mikla þýð- ingu, sérstaklega eftir að við vit- um hversu tið latent sýking er. Svo er hitt, að hægt er að auka eða minka virulenz sýkla. Hitt er þó erfitt að skýra, á hvern hátt slík virulenz aukning á sér stað í nátt- úrunni. Áhrif loftslagsins, t. d. raki jarðvegsins, hafa vissulega þýðingu, en það skýrir þó ekki þessi fyrirbrigði, nema að nokkru leyti.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.