Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 10
52 LÆKNÁB LÁÐ 11) Meöferöin þarf þvi jafnan aö byrja áöur en aö svikamyllan er í fullum gangi. Eftir verulega blæðingu síast lymphuvessar inn í blóðið, meðan háræðarnar eru óskaddaöar. Það verður því þynning á blóð'inu — hæmodilutio. Sé blæðing svo mik- il, að næring vefjanna verði mjög ófullkomin, lamast háræðar og vessar streyma nú í öfuga átt. Þessi secundera hæmoconcentratio eftir blæðingu er jafnan vottur um shock. Reynslan hefir líka sýnt, að sé þessum sjúklingum gef- in transfusio strax, fer allt að jafn- aði vel. Sé blóðtransfusio frestað nokkra klukkutíma, kemur hún oft að litlum eða að minnsta kosti minni notum. Hér sannast því sem oftar, að bis dat, qui cito dat. Byrjunareinkenni við shock eru föl og köld húð og hraður púls. Akafur æðasamdráttur (arterio- lae) gétur í byrjun haldið blóð- þrýstingi nokkuð uppi, en lækki blóðþrýstingur skyndilega eða falli hann jafnt og þétt, má ganga út frá þvi að shock sé í aðsigi. Minnki púlssviðið (pulsamplitude) skyndilega, er það líka alvarlegt einkenni. Strax og litið er á sjúkling í shockástandi, er auöséð, að alvara er á ferðum. Andlitið er hálf inn- fallið. Litarháttur er fölur en um leið gráleitur og fljótt sést vottur um cyanosis, einkum á vörum, eyrum og nöglum. Húð er köld og oftast rök og stundum standa svitadropar á enni sjúklingsins. Ef vökvamissir hefir orðið mik- i 11 í gegnum nýru eða intestina (dialretes, áköf diarrhoe), er húð þur og turgor vantar. Öndun er tið en grunn og stundum kemur inn á milli einstaka djúpur, hálf stynjandi andardráttur. Við sum- ar tegundir shocks er þó Cheyne- Stokes eða jafnvel Kussntauls öndun. Puls er mjög tíður, celer og stundum dicrot. Blóðþrýsting- ur er lágur, stundum aðeins 50 mm. Hg. Oft er ógerningur að á- kveða diastoluþrýstinginn. Bláæð- ar eru samanfallnar svo að erfitt er að ná í blóð við venupunctur. Sjúklingur er að vonum magnlít- i 11 og vöðvar hypotoniskir og re- flexar því litlir. Pupillae eru oft fremur víðar og ljósreaction í tregara lagi. Venjulega er hypot- hermia, en stundum er hár hiti, þrátt fyrir kalda húð. Liðan virðist skárst, ef mjög lágt er undir höfði sjúklingsins og stingur það í stúf við sjúklinga með hjartasjúkdóma. Sumir sjúklingar í shockástandi eru rænulitlir og virðast ekki þjást mjög. Aðrir eru eirðarlaus- ir eða jafnvel háværir og erfiðir viðureignar, eftir því sem kraftar leyfa. Margir sjúklingar eru þó með fullri rænu fram til þess síð- asta og svara öllum spurningum skilmerkilega. Flestir kvarta um þorsta en halda oftast engu niðri. Þvag er jafnan mjög lítið og stundum er nálega anuria. Eðlis- þyngd þvagsins er venjulega litil og stundutn er isosthenuria. Et’ talin eru rauð blóðkorn eru þa’.t tíðast 6—-8 milljónir og bæmo- globin þá um leið aukið að sama skapi. Við sumar tegundir shocks (einkum medicinsk) ber lítið á hæmoconcentratio, þó að öll önn- ur einkenni finnist um háræða- lömun. Þegar sjúklingur deyr úr shocki. stöðvast jafnan andardráttúr fyrst. Hjartað getur haldið áfram, jafn- vel í nokkrar mínútur, enda á það enga sök á blóðrásartrufluninm. Sé Röntgenmynd tekin af hjart- anu meðan shockástandið varir, er hjartaskugginn mjög lítill. I onus

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.