Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 12
54 LÆKNABLAÐIÐ kemur, eftir því seni tínii vinnst til. Viö flutning sjúkra og særöra manna þarf aö gæta allrar var- ú'ðar og lilúa verður að sjúkling- unum eftir föngunt. Fátt kemur shocksjúklingi ver en kuldi. Enska shocknefndin brýnir fyr- ir læknum, að forðast eftir fremsta megni að leggja tourniquet á út- limi til þess að stöðva blæðingu, nenta að limurinn sé svo illa skaddaður að gera þurl'i amputa- tio. Sú var reynslan i heimsstyrj- öldinni, aö fjöldi særöra her- manna fékk shock stuttu eftir aö toumiquet var tekið af, en hin- um farnaðist oftast vel, sem voru svo illa særðir, að ákveðið var taf- arlaust að gera amputatio. Ef skurðaðgerðar þarf á manni, sem shockhætta vofir yfir, ætti luinn fyrst að fá plasrna- eða l)lóð- transfusio. Þessir sjúklingar þola svæfingu illa, einkum chloroforni, æther, og spinaldeyfingu. Enska shocknefndin telur, að langbezt sé aö svæfa með glaðlofti, jafnvel þó að bæta þurl'i á æther. Margar dýratilraunir sýna skaðsemi svæf- inga. Kettir drepast i æthersvæf- ingu, ef þeir fá i—2 mgr. af hista- mini, en þola margfalt stærri skamt ósvæfðir. Shock likist að ýmsu leyti in- sufficientia sujirarenalis. Swingle og Phiffner héldu fyrst, að sára- shock orsakaðist af einskonar lömun á cortex gland. supraren. Þessu er þó ekki þaunig farið, eins og sjá má af því að shock það. sem fer á eftir exstiiqiatio gland. suprareii., kemur fyrst eftir nokk- ura daga, en sárashock kemur jafnan innan sólarhrings. Þar nteð er þó ekki. sannað, aö cortin og skyld lyt' séu gagnlaus við shock. enda hrósa þeim margir, loæði sem profylacticum og curativum. New York læknarnir Perla og Marmorston gáfu sjúklingum i nokkra daga á undan strærstu að- gerðum 1—ij4 pott af isotonisku saltvatni og 5—10 mgr. af desoxy- cörticosteron. Telja þeir að þessir sjúklingar hafi þolað aðgerðirnar (maga- og colon-resectio, thoraco- plastic) mun betur en þeir, sem ekki fengu slíkan undirbúning. Ef aðgerðina bar bráðan aö, fékk sjúklingurinn 30 gr. cortin og Ringers-vökva intravenöst. El'tir aögerðina var haldið áfram með saltvatn og desþxycorticosteron i nokkra daga. Þessir sörnu læknar ráða ein- dregið til likrar meöferðar við lyflæknissjúkdóma, þegar ætla má, að shock sé yfirvofandi. Gæta verður þess, að hlýtt sé þar sém shocksjúklingur liggur og hlúa skal að honum með heitum teppuni og hitabrúsum. Þægilegt þykir sjúklingum að höfðalag sé mjög lágt og flestir hafa þann sið að hækka fótagaflinn. Við það berst blóðið greiðara til hjartans og getur verið lið a því í bili, t. d. á meðan verið. er að undirbúa transfusio. líf sjúklingur þjáist mikið eða er eirðarlaus, er ástæða til að gefa honum 1—2 ctgr. af morfíni, en gefa verður það með mikilli var- úð vegna lamandi áhrifa þess a andardráttinn. Við höfum öflug og fljótvirk hjarta- og æðatonica, en skortir lyf, sem að gagni megi koma við shock. Þess konar lyf þyrftu að verka sem tonicum á háræðar og minnstu bláæðar. Pituitrin, sgm helzt mætti vænta af nokkurs ár- angurs, er venjulega gagnslaust. Ekkert lið er í digitalis og skyldum lyfjum, nema síður se. Adrenalin er lika talið þýðingar- laust og sumar telja, að það geri

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.