Læknablaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 20
Ö2
LÆ K N AB LAÐ I Ð
úr hin hetri og þekktari tímarit og
bækur eftir þekkta höfunda og frá
góíSúm stofnunum, veröur það úr-
val alltaf handahófskennt og ekki
allsendis hollt aö „censurera“
þannig lestur manna, þótt óvilj-
andi sé.
Stærri þjóöir standa aö sjálf-
sögðu betur aö vígi um aö útvega
og varðveita meiri og dýrari
lrókakost. Þar sem hæg't er aö
standa straum af risávöxnum söfn-
um, er fáanlegur allur sá bóka-
kostur, er menn þarfnast. En erfið-
leikarnir að fylgjast með í hverri
grein vaxa hins vegar ekki siður
en tilkostnaðurinn, þegar útgáfu-
starfsemin eykst.
Nú er það svo, að mikið af þvi,
sem skrifað er i tímarit, er ýmist
lítils viröi eða á erindi til aðeins
fárra fagmanna. Það er sjálfsagt
algengt, aö skýrslur um merkar
rannsóknir séu aðeins lesnar af ör-
fáum mönnum, en aðeins einn eöa
tveir færa sér þær í nyt, og geta
þær þó haft hina víðtækustu þýð-
ingu, þegar frá líður. Aðrar grein-
ar eru með öllu ómerkilegar og
væru betur óprentaöar, þótt út-
gáfustjórn tímaritsins hafi ekki
treyst sér til að gera þær aftur-
reka.
Ýmsir hinna beztu manna haía
látið sér til hugar kofria, hvort ekki
mætti finna hentugra form fyrir
því samneyti fagmannanna, sem
tímaritaútgáfunni er ætlað að ann-
ast.
Markmiðið ætti að vera, að gera
þessi „bréfaskipti“ umsvifaminni,
flytja að vinnuborði hvers og eins
þærnýjungar, sem hann hefir áhuga
á og þarfnast, en sem minnst af
öðru. Jafnframt þarf að draga úr
tilkostnaði til stórra rnuna.
Róttækustu tillögurnar, sem eg
hefi séð, eru þær, sem nú skal
stuttlega lýst, og væntanlega fela
þær í sér mjög heppilega lausn á
málinu.
Samkvæmt þeim skykli koma á
fót nokkrum (t. d. 2—4) stofnun-
um, sinni í hverju landi og annist
þær útgáfu þess efnis, er nú kem-
ur í fagtímaritum. Þangað senda
höfundarnir greinar sínar. Þær
mega vera svo ýtarlegar, sem höf-
undarnir sjálfir telja æskilegt og
fylgja þeim myndir, línurit og ann-
að eftir þörfum. Þær skyldu
greinilega vélritaðar á pappír af á-
kveðinni stærð og gerð. Auk þessa
senda höfundarnir stuttan útdrátt
úr greininni, sem ekki nemur
meiru en hluta úr síðu.
Stofnunin gefur nú út jafnóðum
þessa útdrætti i mjög stóru upp-
lagi og sendir áskrifendum. Þess-
ir útdrættir eru að sjálfsögðu gefn-
ir út í flokkum, t. d. lyflæknis-
fræði í einum flokki, eða jafnvel
þrengri flokkar: hjartasjúkdóm-
ar, nýrnasjd., taugasjd. o.s.frv. Til-
svarandi yrði fyrirkomulagið í öðr-
um greinum læknisfræði og líf-
fræði. Þessir útdrættir yrðu ódýrir,
vegna hinnar gifurlegu útbreiðslu.
er þeir myndu hljóta. Lesandinn
er mjög fljótur að fara í gegn um
þá og athuga hvað það er, sem
hann kærir sig um að athuga nán-
ar. Þá má panta ljósmyndir af
sjálfum greinunum, sem liggja
geymdar hjá stofnuninni og eru
eins og áður er sagt svo tæmandi,
sem höfundurinn taldi nauðsyn-
legt.
Ljósmyndun á litlar filmur er
lang ódýrasta aðferðin, sem enn
er völ á til að fá eintök af lesmáli,
þar til upplagið er orðið mjög
stórt, og yrði því sjálfsagt að nota
þá aðferð.
Á sama hátt má panta afrif af
öllum eldri greinum. Enn mætti