Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1942, Síða 13

Læknablaðið - 01.10.1942, Síða 13
LÆKNABLAÐIÐ greiða verðlagsuppbót á greiðslur fyrir læknishjálp og vottorð á ár- inu 1941, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir stjórna L. 1. og L. R. til þess að fá hana til að gera það. Nokkur vori væri um að þessi verð- lagsuppbót fengizt. en það múncli bæta, ef tilmæli kæmu um það frá aðalfundi L. í. Lagði að lokum fram svobljóð- andi tillögu: „Aðalfundur L. I. 1942 væntir þess fastlega, að Tryggingarstofn- un ríkisins greiði læknum fulla verðlagsuppbót á greiðslur þær, sem hún hefir innt af hendi fyrir læ'knishjálp og læknisvottorð, 'sem veitt var slysatryggingarskyldu. slösuðu fólki á árinu 1941, og geri slíkt hið saina framvegis." Var tillagan samþykkt með sam- bljóða atkvæðum. Fundi frestað. Þriðji fundardagur, 4. júlí. Fundur var settur á sama stað kl. ió. Mættir voru á fundinum samkv. boði fundarstjórnarinnar fyrir hönd félags læknanema þeir Hauk- ur Kristjánsson stud. med. og Hánnes Þórarinsson stucl. mecl. 12. mál. Kjör héraðslækna. Magnús Pétursson taldi kjör margra héraðslækna heldur bág- borin og nefndi þess nokkur dæmi. Stjórnin befði ekki ákveðnar til- lögur að l)era fram, en vildi hreyfa málinu og fá það athugað af hér- aðslæknunum og tillögur frá þeim. Hefði þó nokkur atriði, sem hún vildi benda á: 1. Hækka launin i lökustu héruð- unum, svo að læknum þar verði öðrum fremur unnt að afla sér siðar framhalds- og viðhalds- menntunar, þar sem gera má ráð fyrir, að lækniskunnátta 71 þeirra líði smárri saman meira tjón í hinum minni héruðum en þeim stærri, að sama skapi og þeim gefst af eðlilegum ástæð- um minni kostur á að halda henni við með læknisreynslu. 2. Þeim verði séð fyrir ódýru hús- næði. 3. Lökustu héruðunum verði lögð til öll nauðsynlegustu verkfæri. sem jafnan fylgi héraðinu, en lækninum sé jafnan skylt að viðhalda. 4. Lyfjabúr séu af rikinu á sama hátt löggð hverju héraði. Lækn- ar haldi þeim siðan við og skili við burtför sína i hendur eftir- manna sinna, eða umboðsmanns heilbrigðisstjórnarinnar, í sama ástandi og þeir tóku við. 5. Sumarfrí á fullum launum i 1 mánuð eins og allar aðrar launastéttir fá. 6. Veikindafrí á fullum launum í allt að 1 ár og munu ríkisstofn- anir allar veita það. Stjórninni hefir verið legið á hálsi fyrir að vera aðgerðarlítil um mál héraðslækna, en hvernig á hún að gera mikið, þegar héraðslæknar láta nær aldrei frá sér heyra og þá.helzt i stuttum símtölum. Stjórn- in telur sér ekki fært að taka við ályktunum af þessum fundi, svo fásóttur sem hann hefir verið, en óskar eftir að mega leita álits fé- lagsmanna milli funda um mál. sem ástæða kynni að vera til. Guðm. Guðmundsson: Hefi ver- ið 17 ár í rýru héraði. Þegar eg kom þangað átti ég ekkert og á ekkert enn. Að hve miklu leyti þetta er vegna lágra launa og að hve miklu leyti vegna taps á lyfj- um veit ég ekki. Mér hefir fundizt stjórnin aðgerðalitil. kannske vegna lítils stuðnings héraðslækna. Páll Kolka: Ekki sammála Ci. (í. að L, í. hafi lítið gert fyrir hér-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.