Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.08.1943, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: KRISTINN STEFÁNSSON og ÓLI P. HJALTESTED. 29. árg. Reykjavik 1943. 2.tbl. Um ilsig. Eftir Bjarna Jónsson. Kvilli sá, ilsig, sem þetta grein- arkorn fjallar um, er ærið út- breiddur og þýSingarmeiri en maöur í fljótu bragði skyldi halda. Ekki er þó svo aö skilja, að hann sé sérlega markverður frá læknis- fræðilegu sjónarmiði; séð frá þeirri hlið er þetta ofur einfalt fyrirbrigði og mætavel kunnugt hverjum starfandi lækni. Það, sem gerir hann athyglisverðan, er sú þjóðfélagslega þýðing, sem hann hefir, það að hann lamar starfs- þrek, afköst og vellíðan fjölda nrargra þjóðfélagsþegna. Nafnið ilsig eða flatur fótur er villandi af tveirn orsökum. Ann- ars vegar vegna þess, að það eru ekki allir fætur með lága holil og langt því frá, sem gefa óþægindi og hins vegar geta menn með háa rist haft sarns konar óþægindi og þeir, sem þjázt af ilsigi. Sjúkdóm- urinn á sem sé ekki dýpstu rök sín í lögun fótarins, heldur i starfshæfni hans, eða réttara sagt vanmætti til þess að gegna þeirri áreynzlu, sem á hann er lögð. Krankleiki þessi er að meira eða minna leyti fylgifiskur menning- arinnar eða öllu heidur vélamenn- ingarinnar, starísskiptingar þeirr- ar og sérhæfingar, sem henni fylgir og eiga steingólf og harð- ar götur svo og misheppilegur fótabúnaður sinn þátt. Ein ástæða fyrir því, hve kvilli þessi er algengur, er afstaða fót- anna til líkamans. Þeir eru neðsti hlutinn og þar mæðir nrest á. Smá- vægilegui* galli í byggingu eða starfsgetu hefir því tiltölulega miklu meiri afleiðingar þar, en of- ar í líkamanum, enda er það al- kunna, að „statisk" óþægindi eru því tíðari, sem neðar kernur í stoð og hreyfikerfinu. Starf fótanna sýnist heldur ein- falt, þegar miðað er við gang á sléttum fleti og fóturinn er greypt- ur í harðan stokk. En fætinum er ætlað miklu fjölbreyttara starf. Frá náttúrunnar hendi er ætlazt til, að menn gangi berfættir úti urn holt og móa og hvers kyns torfærur. Er fætinum léður mikill hreyfanleiki og ber þá mest á völuliðunum, efri og neðri, sem hvað starfsemi viðvíkur ber að skoða sem einn lið, því enginn vöðvi festist á völuna. í háristinni eru margir Iiðir og man rnaður fyrst eftir þeim tveim- ur, sem kenndir erú við Chopart og Lisfíranc; samSvarandi liður þessum er þar sem fléigbéinin

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.