Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1943, Qupperneq 13

Læknablaðið - 01.08.1943, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 23 viö stööur og erfiSi og er þá ein- att nóg aö þetta fólk fái vel geröa almenna skó. En viö valgusskóna þarf aö gæta að fleiru, þeir eiga aö rétta valgusstillinguna og til þess þarf botninn í þeim aö hall- ast, vera hærri aö innan, stundum er hann formaöur eftir afsteypu af fætinum. Til þess aö fóturinn renni ekki út af þessum skáfleti þarf hælkappinn aö vera sérlega sterkur utanfótar. Hællinn þarf aö ná vel framundir lágilina innan- fótar, svo aö hann styöji hana aö gagni og vera hærri þeim megin svo aö hann hjálpi til að rétthverfa fótinn (valgushæll). Þessir skór eru dýrir; þeir eru handavinna læröra iðnaðarmanna og allur þorri fólks hefir ekki efni á að nota þá að staðaldri. Því þarf aö keppa að sama marki meö öðrum ráðum og hefir tekizt mæta vel að ná því i flestum tilfellum með ilstoðum og stundum má auk il- stoðanna hafa valgushæla undir skónum. Efniö í ilstoöunum þarf að vera sterkt, helzt létt, standast sæmilega vel áhrif svita og ekki fjaðra svo neinu nemi. Bezt hefir aluminium reynzt eða öllu heldur aluminium blandað öðrum efnum (Duraluminium, Durano). Nú er aluminium ekki fáanlegt hér og eru því ilstoðir sem stendur smið- aöar úr eirblöndu og húöaðar meö nikkeli. Reynist það vel, en er þyngra. Til þess að ilstoðirnar geti komið að gagni, þarf aö hafa þær í góðum skóm. Séu hælkapparnir linir, láta þeir undan og fóturinn rennur út af ilstoðunum. Eins er þýðingarlaust að nota þær í gúmmískóm. Þó að velflestir sjúkl. komist af meö málmilstoðir, þá eru sum- ir fætur þannig, að ilstoðirnar ve*röa að falía nákvæmlega að þeim og mun betur en málmurinn getur gert. Eru þær gerðar úr vefnaði (dregli, hnakkgjörðum, tricot og þ. u. 1.) gegnvættum í celluloid upplausn og lagöir i stálþræðir til styrktar (Lange’s ilstoðir) eða úr „walkleðri" og þá allajafna meö málmsóla. Eru þessar ilstoðir eins og skóbotn, nema á þeim er bryggja, sem fylg- ir jarka og hæl, svo að fóturinn getur ekki runnið út af þeim; má því nota þær í mun lélegri skóm en hinar, en þær eru líka mun dýr- ari. Veröur aö nróta þær á gibs- afsteypu (positiv) af fætinum, en hinar má hamra eftir gibsmóti (negativ). Ef fæturnir eru mjúkir og hreyf- anlegir má æfinlega hjálpa sjúkl. mikið og einatt að fullu með ilstoð- um eða skóm, en sé hann fixerað- ur er þýðinarlaust að reyna þaö, þá er ekki hægt að rétthverfa hann. Stafi festingin af samdrætti vöðva, verður aö leggja sjúkl. í rúmiö, hætta allri áreynslu á fót- inn, hafa viö hann hita, oft er vatnsnudd gott, þar sem tæki eru til þess, stundum losast spasmarn- ir, ef spýtt er novocaini inn i vöðv- ana framan á leggnum, en stundum veröur að rétta fótinn í svæfingu og leggja í gibs og láta sjúkl ganga í gibsumbúöum nokkurn tíma á eftir. Fyrst þegar fóturinn er orð- inn mjúkur og hreyfanlegur er hann orðinn hæfur til þess aö ganga á ilstoðum. Sé fóturinn hinsvegar kominn á lokastigið, vöövarnir uppgefnir, böndin fullteygö, liöbrjóskiö meira eöa minna slitið, og eytt og beina- grind fótarins aflöguð, gagnar hvorki physiotherapia né redresse- ment. Ér þá vart um annað að gera, en að smíða sjúkl. skó eftir afsteypu af fætinum, svo aö eins

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.