Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1943, Page 16

Læknablaðið - 01.08.1943, Page 16
26 LÆKNABLAÐIÐ Frá Vífilsstaðahælinu. Yfirl. Helgi Ingvarsson. Tökum við berklasjúklingana snemma til hælismeðferðar ? Eftir Björn Guðbrandsson og Ólaf Geirsson. Berklavamirnar hafa síðustu áratugina allsstaðar verið reknar með talsverðum áróðri (propa- ganda) eins og óhjákvæmilegt er í allri baráttu. Vígorð berklavarn- anna hafa fyrst og fremst verið: 1. Að greina sjúkdóminn snemma, það sem Þjóðverjar kalla Frúhdiagnostik. 2. Að taka hann fljótt til með- ferðar (Frúhbehandlung). 3. Rækileg meðferð (intensiv therapia). Tvö fyrstu atriðin verða hér gerð að umtalsefni. Til þess að gera sér dálitla hug- mynd um hvernig ástatt er hér á landi i þessum efnum, höfum við athugað, hve miklar berklabreyt- ingar finnast í lungum hjá þeim sjúklingum, sem komu á Vífils- staðahæli fyrstu 6 mánuði ársins Hann var víkingur til fei'ðalaga, enda karlmenni að burðum og heilsugóður lengst af, en öllum má ofbjóða. Hinar erfiðu ferðir tóku mjög á krafta hans, og hann var löngu búinn að ofgera heilsu sinni. Eftir að sjúkdómur hans fór að ágerast, hélt hann áfram starfi sínu án þess að kvarta og fór jafn- vel i langar ferðir, þótt hann væri stundum veikari sjálfur en sjúk- lingar þeir, er hann var að vitja. Eftir að hann var lagstur bana- leguna, reyndi hann eftir megni að stunda sjúklinga sína, því ekki fékk hann lausn frá embætti fyr en tveim mánuðum eftir að hann lagöist og ekki vildi hann gefast upp. Sjúkdóm sinn bar hann meö sömu karlmenns'ku og annað, þótt hann vissi hvert stefndi, og bug- aðist aldrei. Árni var að eðlisfari hlédrægur maður og fékkst lítið við opinber mál, en hafði brennandi áhuga á öllu er til framfara horfði og studdi athafnamenn með ráðum og dáð. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Patreksfjarðar og sat lengi í stjórn hans. Mikinn áhuga hafði hann fyrir jarðrækt og sparaði hvorki vinnu né fé til þess að rækta og bæta tún sitt og garða. Heimili þeirra hjóna var til fyrirmyndar og var 'það ekki hvað sizt að þakka frú Hrefnu konu hans, sem stjórnaði því af mesta skörungsskap og var manni sínum samhent í að gera heimafólki og gestum glatt í geði. Við, sem dvöldum og komum á það heimili, eigum þaðan margar ógleymanlegar endurminningar. Nú er starfi þessa mæta manns lokið, en héraðsbúar hans munu jafnan minnast hans, þegar rætt er um góðan dreng og góðan lækni. Þeir, sem þekktu hann bezt, sakna hans mest. Kristbjörn Tryggvason.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.