Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1943, Qupperneq 20

Læknablaðið - 01.08.1943, Qupperneq 20
30 LÆKNABLAÐIÐ Tafla 6. Tími frá fyrstu einkennum Ví ár Va—5 ár S ár Sjúklingafjöldi 23 21 10 Pnth.—meðferð, hafa fengið 18 12 2 760/0 57% 20% Eins og áður er tekið fram eru tölurnar svo lágar, að ekki verða miklar ályktanir dregnar af þeim um framkvæmanleik á loftbrjóst- meðferð almennt, en greinilega benda þær þó í þá átt að því skem- ur sem sjúkdómurinn hefur staðið þvi meiri líkur eru til að hægt sé að beita loftbrjóstmeðferð, þar sem 76% fá pneumothorax af þeim sem komu til meðferðar innan hálfs árs, en aðeins 20% af þeim sem komu eftir 5 ár. Og hvað er nú hægt að álykta af athugunum á þessum sjúkling- um? Fyrst og fremst það, að fjöldi sjúklinga finnst ennþá of seint og kemur þess vegna of seint til meðferðar, iðulega ekki fyrr en prognosis er orðin pessima. Það er því augljóst að berkla- rannsóknir þarf að gera i stórum stíl, enda er nú hafinn undirbún- ingur að því, einkum hvað Reykja- vík snertir. Ennfremur þurfa læknar al- mennt að hafa mjög vakandi auga á lungnaberklum á byrjunarstig- um og notfæra sér þá diagnostisku hjálp, sem berklastöðvarnar eða röntgenskoðun getur veitt ,þar sem unnt er að koma því við. Sendibréf til lækna. Dr. med. Árni Árnason, Akranesi, hefir sent blaðinu eftirfarandi bréf til birtingar: Á síðastliðnu voru fékk ég bréf, dagsett 17. apríl, undirritað af Porter McKeever, United States government Office of War Infor- mation, Austurstræti 10, Reykja- vík, og fylgdu nokkur vélrituð blaðahefti læknisftæðilegs efnis. I bréfinu var tilboö um, að mér yrðu send slik bréf framvegis, ef ég kærði mig um, og skyldi ég láta upplýsingastofuna vita. Blaðahefti þessi, “Medical News Letters”. byrja á þessum formála: “The war has disrupted the world-wide ■exchange of information 011 pro- gress in all fields of science. Rese- arch does continue, however, and to keep you informed of work being done in the medical field of the United States, this communi- cation has been prepared by the American Medical Association. A similar communication will reach you every two weeks.” Þau eru hvert 6 til 8 vélritaðar blaðsíður og eru stuttar og gagnorðar grein- ar, nánast yfirlitsgreinar, um ýms atriði, bæði theoretisk og praktisk, eins og gerist í tímaritum, og verð- ur ekki farið frekar út í efni þeirra. í hverju hefti rer ein grein með fyirirsögninni: “What U.S. doctors are talking about.” Ég tók þessu boði með þökkum, sendi bréfspjald með ofangreindri utanáskrift og hef síðan fengið þessar blaðasendingar, en að vísu ekki alveg reglulega. Hefti þessi

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.