Læknablaðið - 01.02.1945, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ
13
Síöan voru reikningar félagsins
endurskoöaöir, lesnir upp og sam-
þykktir. 1 sjó'öi voru kr. 266.56.
Argjaldiö kr. 10.00 á meðlim var
innkallað á fundinum og greiddust
krónur 70.00. Mættir voru á fund-
inum: Kjartan Jóhannsson. Baldur
Johnsen, Sigurmundur Sigurðsson,
Ragnar Asgeirsson, Gunnlaugur
Þorsteinsson, Öl. P. Jónsson,
Bjarni Guðmundsson og Arngrím-
ur Björnsson mætti seinna á fund-
inunt. Mættu því allir núverandi
félagsmenn á fundinum.
Þá var fundargerö upplesin og
samþykkt. Síöan var gengiö til
stjórnarkosninga. Skyldi einn
maöur ganga úr stjórninni, en þeir
Gunnl. Þorst. og Ól. P. Jónsson
höfðu setið jat'n lengi í stjórninni,
varpað var hlutkesti um það hvor
þeirra skyldi ganga úr stjórninni,
var Ólat'ur dreginn út. Síðan voru
þeir Gunnlaugur og Kjartan end-
urkosnir án atkvæðagreiðslu og
svo Ragnar með 4 atkvæðum,
Bjarni fékk 2 atkvæði og Baldur
1 atkvæði. Því næst voru þeir Arn-
grímur, Sigurmundur og Bjarni
kosnir i varastjórn einróma. án at-
kvæðagreiðslu og endurskoðendur
þeir Baldur og Ólafur einnig án
atkvæðagreiðslu.
Tók nú hin nýja stjórn við störf-
um og skipti með sér verkum
þannig: formaður Kjartan Jó-
hannsson, gjaldkeri Gunnlaugur
Þorsteinsson og ritari Ragnar As-
geirsson.
Þvi næst var tekið fyrir fyrsta
málið, sem lá fyrir fundinum, þ. c.
væntanlegir samningár lækna við
hin nýstofnuðu sjúkrasamlög.
Hafði Læknafélag íslands skrifað
iæknum bréf og minnt þá á 9. grein '
laga Læknafél. ís’i. þar sem þeim
er bannað að semja um slik mál
nema samþykki stjórnar Læknafél.
ísl. komi ti! og voru læknar beðn-
ir um álit og tillögur i fnálinu. Þótti
sjálfsagt, að ræða þetta á fundi í
Læknafél. Vestfjarða og gera þar
um málið ályktanir og samþykktir,
sem síðan yrðu lagðar fyrir stjórn
Læknafél. Isl.
Bjarni Guðmundsson reifaði
málið. taldi hann, að hér væri um
mikið hagsmunamál héraðslækna
að ræða og mikið undir því komið
hvernig til tækist um samninga-
gerðina. Þarna skapaðist tækifæri
til þess að het'ja baráttu fyrir
breytingu á gjaldskrá héraðslækna
og bættum kjörum þeim til
banda. Taldi hann það ekki vansa-
laust, að læknastéttin skyldi ekki
hafa fengið bætt kjör sín á borð
við aðrar stéttir þjóðfélagsns og
taldi sjálfsagt, að þeir færu fram
á fulla vísitciluuppbót á laun.
Hann taldi að fara mætti tvær
leiðir í samningum við sjúkrasam-
lögin, sú fyrri væri, að semja um
vist mánaðarlegt gjald af liverjum
meðlim sjúkrasamlaga og sú leið-
in væri æskilegri, þar sem. aö nteð
því kæmust Iæknar hjá mikilli
vinnu og fyrirhöfn. Hin leiðin væri
sú, að semja upp á visst gjald fyrir
hvert urinið verk samkvæmt reikn-
ingi. og -væri sú stefna ríkjandi
meðal margra lækna í Læknafélagi
íslands. Hann væri þó alveg and-
vígur þeirri stefnu.
Kjartan Jóhannsson, skrýði frá
margra ára reynslu sinni i þessunt
málum og tjáði sig fylgjandi þeirri
leið, sem Bjarni Guðm. nefndi.
Málið var mikið rætt og fjör-
lega, var að lokum ákvcðið, að fela
nefnd málið til meðferðar og skyldi
hún skila tillögum i málinu síðar
á fundinum. í riefndina voru
kosnir Bj. Guðm., Kj. Jóh. og
Ragnar Ásgeirsson. Þá voru tekn-
ar til umræðu tillögur milliþinga-
nefndar í launamálum um laun
lækna og skiptingu héraða í launa-