Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.05.1945, Blaðsíða 20
30 LÆKNAB LAÐ IÐ Björn Sigurðsson. Var nefnd kos- in í máliÖ og hlutu kosningu þess- ir: Arni Árnason, Kristján Arin- bjarnar og Eggert Brieni Einars- son. Xœsta mál, ,sem teki'Ö var fyrir, var: Samningar Itcraðslœkna við sjúkrasamlög. Frummælandi var l’áll V. G. Kolka. Flutti hann a.ll- langt og skörulegt erindi og kom víÖa við. Því miður hefir ekki tek- izt að fá útdrátt úr erindinu, þrátt fyrir gefinn ádrátt um það frá höf- undinum. ErindiÖ var þakkað með lófataki og nefnd kosin i máliÖ, ]>eir: Páll Kolka, Ragnar Ásgeirsson og Hall- dór Kristinsson. Þá var fundinum frestað til kl. 9 um kvöldið. Kl. 9 um kvöldið var fundur sett- ur að nýju. Mættur var á fundi þessum Þorsteinn Sch. Thorsteins- son lyfsali í keykjavík. Hafði hann fengið leyfi til að hlýða erindi Sig- urÖar Sigurðssonar. Formaður kvaddi sér hljóðs ut- an dagskrár og bauð Þorstein vel- kominn á fundinn. FærÖi formað- ur honum nú þakkir þær, er sam- þykkt hafði verið áður um daginn aÖ honum skyldn færðar. Staðfestu fundarmenn orð formannsins með lófataki. Næsta mál á dagskrá var erindi Sigurðar Sigurðssonar: Bcrkla- smihtn á íslandi. Erindi þetta var hið fróðlegasta og athyglisvert um margt. RæðumaÖur sýndi mörg línurit frá ýmsum sveitum og hæj- um. Eitt línurit var frá mjög af- skekktri sveit, Öræfum i Skafta- fellssýslu, og sýndi mjög litla berkla- smitun. Þeir fáu. sem fundust smit- aðir þar.'höfðu flestir dvalið utan sveitar. \’ar erindið þakkað með lófataki. Til máls tóku GuÖmundur Hann- esson, Björn Sigurðsson og Jón Steffensen, og komu fram með at- hugasemdir við erindiÖ, en frum- mælandi svaraði þeim. Þá var tekið fyrir næsta dag- skrármál: Nýskipun lœknishcraða og lccktta- skorhtr í svcitahéruðum. Var frum- mælandi Páll SigurÖsson, og fer hér á eftir. útdráttur úr ræðu hans (autoreferat): Frunnnælandi taldi málið tvíþætt. eins og nafnið benti til. Fyrst tal- aði hann um læknaskortinn í sveita- héruðunum og rakti skoðanir þær um orsakir hans, sem fram hafa komið, l>æði á Alþingi og utan þess. Hann benti á skoðanir þær, sem hann hafði haldið fram í ]>essu efni i grein, er hann ritaði um málið og hirt var í tímaritinu Heilhrigt lif, I.—2. hefti þ. á. Helztu orsakir taldi hann Jjessar : 1. Fjárhagslegs eðlis. Launin of lág og ekki búið eins vel aÖ hér- aðslæknunum í sveitahéruðunum og skyldi, hvorki af hálfu ríkisvaldsins né héraðanna. Unga lækna, sem ger- ast vildu héraðslæknar, skorti oft- ast fé til ]>ess aÖ setja sig niður, kau]>a verkfæri, lyf og úthúnað. 2. Nú sem stæði væri, þegar allt kæmi til alls, læknaskortur í landinu. 3. Hræðsla við að dragast aft- ur úr og einangrast i starfi sinu. 4. Ótti við aÖ ekki verði tekið nægilegt tillit til starfa þeirra i út- kjálkahéruðum við veitingu eftir- sóttari læknisembætta. Þetta taldi hann helzt til úrhóta: 1. Hækka laun héraðslækna all- verulega, einkum í litið eftirsótt- um héruðum. 2. Sjá héraðslæknum i öllum afskekktum héruðum fyrir góðum læknisbústað meÖ vægum kjörum. 3. Láta ])á hafa góð vinnuskil- yrði. 4- Láta héraðslækna, sem þjón-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.