Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1945, Síða 22

Læknablaðið - 01.05.1945, Síða 22
32 LÆKNA B LAÐ I Ð r Ur erlendum læknaritum. Árangur af röntgengeislun við krabbamein í brjósxi. R. McWhirter röntgeftsérfræö- ingur við Royal Infirmary í Ed- inljorg birtir skýrslu uni árangur af róttækri skurð-aðgerð og rönt- gengeisluri við krabbameini i brjósti. Skýrlsa hans fjallar um 1879 sjúklinga, sem hann skiptir í fjóra hópa, eftir því hve sjúk- dómurinn er langt genginn. 1. stig. Meinið takmarkað við brjóstið. Hér með einnig talinn I'agets geirvörtusjúkdómur, ef stækkaðir eitlar eru ekki finnan- legir. 2. stig. Eins og fyrsta stig, nema hvað hér finnast stækkaðir, hreyf- anlegir eitlar i holhöndinni. 3. stig. Meinið tekur út fyrir corpus tnammae. 4. stig. Meinið fast vaxið við brjóstvegginn, útsæði í eitlum fyr- ir ofan viðbein, í hinu brjóstinu eða fjær liggjandi líffærum. Af þessum 1879 sjúklingum voru 30% á 1. stigi, 17'/< á 2. stigi, 20'/< á 3. stigi og 21 /V á 4. stigi. 12'/ sjúklinganna voru ekki flokkaðir. Samanburður var gerður á tvcnnskonar meðferð, (a) róttæk skurðaðgerð aðeins, og (b) skurð- aðgerð (annaðhvort róttæk eða stofu héraðslæknisins i Reykjavík og géta lysthafendur snúið sér jtangað. Reykjavík, i apríl 1945 Stjórn Lcckvcifclags íslands. staðbundin og síðan fullkomin röntgengeislun. Til grundvallar samanburðinum var lagt hvort sjúkl. væru einkennalausir næstu þrjú ár eftir aðgerð. Það kom 1 ljós. að miklu fíeiri voru ein- kennalausir næstu þrjú ár eftir að- gerð. af þeim sem voru röntgen- geislaðir heldur en hinum, eða 22r/ fleiri í 1. flokki, 32% í 2. flokki og 23/í í 3. flokki. Af sjúkl. í 4. flokki voru flest allir dánir eftir 5 ár, hvaða meðferð sem notuð var, svo að þeir voru ekki teknir með í samanburðin- um. Til þess að fá vitneskju um liver áhrif röntgengeislun hefði á hol- handareitla var sjúkl. skipt i tvo flokka. í fyrri flokkinn var skip- að þeinr, sem ekkert útsæði sýndu við vefjarannsókn á eitlunum, í hinn flokkinn þeim sem útsæði .fannst í. Ef eingöngu var fram- kvænul skurðaðgerð voru 37'/< einkennalausir næstu þrjú árin, af þeim sem ekkert úsæði fannst i við vefjarannsókn, en 24'/ at' hinum. Ef röntgengeislun var viðhöfð eftir skurðaðgerð v.oru samsvar- andi tölur 91 r/< og 50'/< . Hver skykli árangurinn vera af röntgengeislun við krabbameini í brjósti hér á landi ? (Útdráttur í Brit. Med. Bul- letin 1, 1943, no. 8, tekið úr Edin- burgh Medical Journal. 50. 193— 207. April 43). Ól. Bj. Afgreiðsla og innheinita Læknablaðsins cr i Félagsprentsnúðjunni h.f.. Reykjavik. Siini 1640. Pósthólf 570. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.