Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 11

Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 11
11KRAFTUR Í mars 2009 lést Guðbjörg Bjarnadóttir eftir erfiða en hetjulega baráttu við krabbamein. Eiginmaður hennar og sonur, þeir Þorvaldur og Bjarni Daníel, hlupu samtals 20 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til minningar um hana. Bjarni Daníel, sem er fæddur 1987 eða 13 ára gamall, safnaði hæstu upphæð þeirra einstaklinga sem lögðu Krafti lið, eða 109.500 krónum. Ótrúlega flottur árangur og því var ákveðið að taka þá feðga tali til að forvitnast aðeins um undirbúninginn og hlaupið sjálft. Hvernig var undirbúningi háttað og hvernig var að hlaupa 10 kílómetra? Það var í rauninni léttara en við reiknuðum með. Við hlupum þennan hring nokkrum sinnum auk þess sem við hlupum einhverja styttri spretti og fórum út að hjóla. Það skipti líka máli að við fengum ráð varðandi mat kvöldið áður og morgunmat fyrir hlaupið. Það er ótrúlega dýrmætt að fá slík ráð. En Bjarni Daníel þú safnaðir 109.500. Var ekkert erfitt að safna svona hárri fjárhæð? Eiginlega ekki. Ég skráði mig inn á hlaupastyrkur.is og eftir það fór fólk að heita á mig, alls konar fólk, meira að segja fólk sem ég þekki ekki neitt. Svo setti ég tengil inn á Facebook og það gerðu það líka margir fyrir mig. Ég er bara rosalega stoltur af því að hafa safnað svona miklu fyrir Kraft. Hvað stendur helst upp úr eftir að hafa tekið þátt í maraþoninu í ár? Við erum eiginlega sammála um það að það sé gleðin. Það voru allir svo glaðir, svo góð stemmning, allir að gera eitthvað svo ótrúlega jákvætt og leggja hart að sér, fólk fagnandi og hvetjandi alla leiðina. Þetta er bara eitthvað sem hrífur mann og heillar um leið, gerir Til að vekja athygli á eistakrabbameini ungra karlmanna og hafa gaman af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka þetta árið þá var ákveðið að klæða öflugan Kraftsfélaga í appelsínugulan galla. Steinar B. Aðalbjörnsson, Kraftsfélagi til margar ára, sló til um leið og til hans var leitað en Steinar greindist sjálfur með krabbamein í eista og þurfti að fjarlæga annað eistað. Við fengum svo Henson og Vogue til liðs við okkur og þau hönnuðu og saumuðu búninginn sem Steinar klæddist í hlaupinu. Hann þótti auðvitað bera af í hlaupagallanum og fékk hann viðurnefnið Appelsínugula þruman enda keppnismaður mikill sem endaði á meðal fremstu manna í 10 kílómetra hlaupinu. Við kynnumst Steinari hér örlítið betur um leið og við þökkum honum, Henson og Vogue þetta skemmtilega framtak. Starf: Næringarfræðingur og starfa sem markaðsstjóri hjá Matís. Börn: Alana Elín, 14 ára og Daníel Ísak 10 ára. Krabbameinssaga: Í kjölfar mikils höggs í punginn í knattspyrnuleik árið 1996 uppgötva ég að eittvað er að. Eins og sönnum karlmanni "sæmir" þá geri ég ekkert í hartnær fjögur ár eða þar til verkurinn er orðinn verulegur. Þá kemur í ljós að um er að ræða æxli, "hatt", sem kominn er á annað eistað. Við tekur rosaleg vika þar sem ég leita ráða hjá hverjum krabbameinssérfræðingnum á fætur öðrum og það var ekki fyrr en ég fékk það beint í æð frá krabbameinslækni Lance Armstrong, Dr. Lawrance Einhorn, að ég þyrfti bara eitt eista og því um að gera að fjarlægja þetta skemmda þó svo að einhverjar líkur væri á að það væri ekki illkynja æxli þarna inni. Eftirmeðferð er svo búin að vera í öruggum höndum Sigurðar Björnssonar krabbameinslæknis og er ég í mjög góðum heilsufarslegum málum í dag. Mesta afrek lífsins: Að vera til staðar og aðstoða læknana í fæðingu beggja barna minna. Að fá að fylgjast með börnum mínum vaxa úr grasi og þroskast í heilbrigðan hugsandi einstaklinga. Mottó eða lífsgildi: Dagurinn í dag er dagurinn ("Every day is the day" - Lance Armstrong). hlaupið miklu léttara og maður eiginlega gleymir því að maður sé að hlaupa. Við hittum líka svo marga sem við þekkjum og það voru bara allir að hvetja hvern annan. Það stendur svolítið upp úr þessu öllu saman. Viljið þið gefa öðrum góð ráð sem eru að mana sig upp í að hlaupa að ári? Já, það viljum við!! Borða góðan mat kvöldið fyrir hlaupið (t.d. pasta með ostasósu, beikoni og skinku), borða góðan morgunmat (t.d. hafragraut og egg) áður en farið er af stað (kannski svona tveimur klukkutímum áður) og vera búin/n að fara á klósettið vel áður en að hlaupi kemur til þess að þurfa ekki að létta á sér á miðri leið. Eins skiptir máli að vera búin/n að æfa sig að hlaupa, jafnvel að fara bara þennan hring einu sinni eða tvisvar. Eitthvað að lokum? Það geta allir tekið þátt í að hlaupa þessa 10 km. Fólk á að hafa trú á eigin getu því við erum mögnuð fyrirbæri, mannfólkið. Við virðumst ráða við flest það sem við tökum okkur fyrir hendur eða fyrir okkur kemur. Jákvæð hugsun kemur okkur gríðarlega langt. hljóP í minningu móðuR sinnaR aPPelsínugula þRuman

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.