Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 8

Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 8
8 KRAFTUR hættan á kRaBBameini við óáByRgt kyn- líf og nauðsyn kRaBBameinsleitaR hpv-veiRAn • HPV smitast við kynmök. • HPV og ákveðnir lifnaðarhættir geta valdið leghálskrabbameini. • Bólusetning fyrir kynþroskaaldur gagnast best. • Leghálskrabbameinsleit kemur í veg fyrir að HPV-smit þróist í krabbamein. HPV-veiran (human papilloma virus) getur leitt til leghálskrabbameins, en hún smitast við kynmök. Veiran ein og sér veldur ekki krabbameini heldur koma að auki aðrir þættir við sögu, svo sem kynsjúkdómar, fjöldi bólfélaga, getnaðarvarnarpillan, reykingar og aðrir smitsjúkdómar. Um 15 stofnar HPV-veirunnar orsaka leghálskrabbamein en um fjörtíu HPV-stofna er að finna í kynfærum kvenna. Góðkynja HPV-stofnar valda til dæmis leiðinda góðkynja vörtum á kynfærum karla og kvenna. Konur finna ekkert fyrir HPV-smiti og því er ekkert sem varar konur við frumubreytingum eða krabbameini á byrjunarstigi í leghálsi. Flestar konur smitast fljótlega eftir fyrstu kynmök og er talið að meira en 40- 50% kvenna smitist af HPV fyrir 25 ára aldur. Veiran tengist við gen (litninga) fruma í leghálsi, leggöngum, skapabarmi, endaþarmi, getnaðarlim karla, í munni og hálsi beggja kynja og hún getur orsakað krabbamein í þessum líffærum. HPV veldur fyrst forstigsbreytingum og getur frumustrok frá leghálsi langoftast greint þær áður en þær þróast í krabbamein. Í leghálsi eru breytingarnar aðallega neðst í leghálsinum og því er hægt að fjarlægja þær með minni háttar aðgerð sem kallast keiluskurður. HPV og keiluskurðir hafa engin áhrif á möguleika konunnar til barneigna. Með frumustroki frá leghálsi má finna út hvaða konur hafa smitast af HPV-veiru. Frumustrokið er notað við hefðbundna leghálskrabbameinsleit til að greina frá þær konur sem þurfa nánari rannsókn með leghálsspeglun. Bóluefni er til við HPV- veirunni en áhrif þess takmarkast af þeirri staðreynd að bóluefni gegn einum stofni veirunnar virðist hafa takmörkuð áhrif á aðra stofna hennar. Nú eru á markaði tvö bóluefni (Gardasil og Cervarex) gegn tveimur stofnum veirunnar (16 og 18) sem valda um 60-70% leghálskrabbameins. Bóluefnið virkar best hjá stúlkum sem ekki hafa hafið kynmök og því er best að bólusetja stúlkur fyrir kynþroska eða við 10-12 ára aldur. Bólusetning gerir takmarkað gagn fyrir þær sem fyrir bólusetningu hafa smitast af HPV- stofnum 16 og 18, og heldur ekki fyrir um 30-40% leghálskrabbameina sem orsakast af öðrum stofnum veirunnar. Í ljósi þessa er mikilvægt að fara í leghálskrabbasmeinsleit reglulega frá tvítugsaldri til að koma í veg fyrir að krabbamein þróist og á það jafnt við um bólusettar sem og óbólusettar konur. Sífellt fleiri stúlkur fá HPV-smit og því er mikilvægt að stúlkur mæti í boðaða krabbameinsleit. Í leitinni er hægt að greina sjúkdóminn snemma og koma í veg fyrir að krabbamein myndist. Sjúkdómurinn getur myndast svo hratt að krabbamein á www.matis.is Hafið við Ísland er fullt af hollustu. Líftæknisvið Matís vinnur að rannsóknum á verðmætum lífvirkum efnum sem meðal annars er að finna í hafinu. Bóluþang í fjörum landsins er gott dæmi um þennan falda fjársjóð. Í því höfum við fundið verðmæt lífvirk efni sem eftirsótt eru í heilsuvöruframleiðslu. Þetta er dæmi um hvernig rannsóknir Matís skila nýjum tækifærum fyrir íslenskt atvinnulíf. Hollt er bóluþangið! Stefna Matís er að  ... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins  ... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi  ... hafa hæft og ánægt starfsfólk Gildi Matís  Frumkvæði  Sköpunarkraftur  Metnaður  Heilindi Hlutverk Matís er að  ... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs  ... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu  ... bæta lýðheilsu byrjunarstigi getur fundist milli tveggja til þriggja ára frá því að ekkert óeðlilegt sást við leit. Líkur á að kona í föstu sambandi hafi smitast af HPV-veiru minnka með fjölda eðlilegra frumustroka. Á sama tíma og fleiri stúlkur fá HPV-smit fer ungum konum sem mæta í krabbameinsleit fækkandi og er það mjög alvarlegt. Hægt er að fara í krabbameinsleit hjá heilsugæslulækni, kvensjúkdómalækni og Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Krabbameinsfélagsins www.krabb.is Heimildir (Kristján Sigurðsson): Bóluefni við leghálskrabbameini-kostir og gallar. Lyfjatíðindi, 09.12.2007. HPV-veirusmit. Grein birt í Morgunblaðinu 28. október, 2009. HPV bólusetning og leghálskrabbameinsleit á Íslandi. Læknablaðið, 12 tbl, 93. Leghálsskoðun- Einföld en mikilvæg rannsókn. Fræðslurit Krabbameinsfélagsins, 1999. Veirur valda krabbameini í leghálsi. Fræðslurit Krabbameinsfélagsins, 2007.

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.