Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 15

Kraftur - 01.11.2010, Blaðsíða 15
15KRAFTUR Fullfrískt fólk þekkir það eflaust að maður getur þurft að hafa heilmikið fyrir því að líta sómasamlega út dagsdaglega. Útlitið er stór partur af sjálfsmynd margra og við tölum um ,,bad hairday“ eða slæman hárdag. Ímyndaðu þér þá hvernig það er að vakna hárlaus, fölur, þrútin með bjúg, ör og önnur útlitslýti sem eru oftar en ekki fylgifiskar krabbameinsmeðferðar. Veikindin ein og sér eru erfið og því er allt vel þegið sem getur auðveldað þessa hluti. Björg Júlíana Árnadóttir greindist með brjóstakrabbamein árið 2004 og aftur 2010. Þegar hún greindist í seinna skiptið sendi hún bréf til Sjúkratrygginga og óskaði eftir því að nýta hárkollustyrkinn til þess að kaupa höfuðfatnað sem hentaði henni og láta húðflúra á sig augabrúnir og augnlínu. Reglugerð um styrki vegna hjálpartækja skilyrti að gerviaugabrúnir og augnhár skyldu vera úr hárum. Enginn þeirra snyrtifræðinga sem Björg talaði við hafði slíkar augabrúnir til sölu og þar að auki þurfa manns eigin augnhár að vera til staðar til að festing sé möguleg fyrir gerviaugnhár. Eftir allmikil samskipti við Sjúkratryggingar og Úrskurðarnefnd almannatrygginga var samþykkt að fallast á rök Bjargar á þá leið að ekki væri framkvæmanlegt fyrir krabbameinssjúkar konur að líma á sig augabrúnir og gerviaugnhár. Það var því ekki fyrr en formleg kæra barst þeim í hendur að málið var tekið fyrir af alvöru. Skilyrði fyrir styrk er að húðflúrið sé gert af þeim aðilum sem hafa tilskilinn leyfi frá landlæknisembættinu og heilbrigðiseftirliti. Samkvæmt vefsíðunni brjóstakrabbamein.is er mælt með húðflúri úr náttúrlegum efnum (henna) sem hverfur smá saman á tveimur til þremur árum. Varast skal varanlegt húðflúr við augu því blekið sem notað er í þannig húðflúr kann að innihalda málmkennd mólekúl sem geta brugðist við segulmögnun. Það getur gert MRI tölvusneiðmyndatöku erfiðari seinna meir. Samskipti Bjargar Júlíönnu sýna okkur þau áhrif sem vandaður málflutningur getur haft til að ná fram breytingum til batnaðar. Nú hafa verið gerðar breytingar á ofangreindri reglugerð nr. 1138/2008 og í grein 0630 um gervilhluti aðra en gervilimi kemur eftirfarandi fram: Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Aukalán vegna sérþarfa Þeir sem hafa skerta starfsorku, eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir geta fengið aukalán til að gera breytingar á íbúðarhúsnæði eða til að kaupa eða byggja húsnæði vegna sérþarfa sinna. Lánið kemur til viðbótar 20 milljóna króna hámarksláni Íbúðalánasjóðs eða öðrum fasteignaveðlánum að hámarki 20 milljónum. Einnig er heimilt að veita aukalán til forsvarsmanna þeirra sem búa við sérþarfir. Íslensk framleiðsla á stílabókum og gjafaöskjum fyrir handverksfólk og verslanir Úrval af allskonar öskjum, tilvalið fyrir handverksfókið Stílabækur A4 og A5 fjórir litir NÝTT 48 BL S Stílabækur, stórar og litlar, fjórir litir Verkefna- og úrklippubók, fjórir litir Bæjarhrauni 20 – Sími 553 8383 Veittur er styrkur til kaupa á: • Hárkollum og/eða sér-sniðnum höfuðfötum, gerviaugabrúnum og augnhárum, við hárleysi vegna krabbameinsmeðferðar. Styrkur er hámark 77.000 krónur á ári, óháð því hvort um er að ræða hárkollur, sérsniðin höfuðföt, gerviaugabrúnir eða augnhár. • Gervibrjóstum og/eða sérstökum brjóstahöldum fyrir gervibrjóst, og sérstökum sundbolum með gervi-brjósti/gervibrjóstum vegna brjóstmissis kvenna. Styrkur er hámark kr. 77.000 á ári vegna missis annars brjósts og hámark kr. 154.000 á ári vegna missis beggja brjósta nema í fyrsta sinn. Þá nemur hann kr. 105.000 á ári vegna missis annars brjósts og kr. 176.000 á ári vegna missis beggja brjósta. Styrkurinn er veittur til eins eða tveggja ára í senn eftir eðli vandans. sPegill, sPegill heRm þú méR Ítarlegt viðtal birtist við Björgu Júlíönu í Tímariti hjúkrunar- fræðinga sem kemur út í desember. Mynd: Christer Magnusson

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.