Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1946, Side 18

Læknablaðið - 01.05.1946, Side 18
74 LÆKNABLAÐIÐ fullkomins aga, sem íslending- um er ekki ríkt í blóð borinn, þá liygg ég, að kveða megi upp úr um það, að yfirleitt liafi vel tekizt. Hin margvíslegu læknisstörf við liælið báru öll vitni því, að stjórn þess hafði á hendi vel menntaðui' og víðlesinn lækn- ir, sem lét eigi nýjungar í grein sinni fram hjá fara. Þannig var loftbrjóstsmeðferðin, sem happadrýgst hefir reynzt allra aðgerða við lungnaberkla, tek- in í notkun á Vífilsstaðahæli mjög snemma, og jafnvel fyrr, en í sumum nágrannalöndum okkar. Sem stofnun mun Vífils- slaðahæli lengi bera merki Sig- urðar Magnússonar, ekki ein- göngu að ])ví er tekur til lækn- isslarfa, beldur og reksturs hælisins að öðru leyti. Meðal annars mun hann hafa átt rík- ari þátt en almennt hefir ver- ið viðurkennt í Innum myndar- leeu búnaðarframkvæmdum á Vífilsstöðum, sem á sínu sviði m un mega telja mcrkilegt brautryðjendastarf i íslenzk- um landbúnaði. En Sigurður Magnússon lét sér eigi nægja að inna af hendi dagleg störf heilsuhælisins. — Hann varð að vinna að berkla- vörnum á víðari vettvanei. — Þannig sat hann i milliþinaa- nefnd um berklavarnir 1919 og eru berklavarnalöein frá 1921 árangurinn af starfi þessarar nefndar. Munu lög þessi ávallt t.alin þjóðinni til stórsóma.og lie'fði betur farið, að þeim liefði þá þegar verið fylgt til hins ýtrasta. Og er Hjúkrunar- félagið Líkn ákvað að setja upp hjálparstöð fyrir berklaveika, varð Sigurður fyrsti læknir þeirrar stofnunar. Gegndi hann því sem aukastarfi um margra ára skeið -— án nokkurs end- urgjalds. Hann var óvenjulega víðles- inn maður, bæði í læknisfræði og öðrum bókmennlum. Hann lét ritstörf lalsvert lil sin taka. Ritaði liann fjölda marg'ar greinar, eirikum um berkla- veiki, i ýms erlend læknarit og er óliætt að fullyrða, að Sig- urður Magnússon niuni hafa verið einn hinn þekktasti ísl. læknir erlendis. Frá árinu 1927 var liann stöðugt einn af með- ritstjórum aðalberklarits Norð- urlanda (Acta tuberculoséa Scandinavica). Um ritstörf hans má sjá nánar í „Læknar á íslandi“ bls. 258—259. Ég tel, að Sigurður Magnús- son liafi verið óvenjulega far- sæll maður. Sem ungur læknir beitti hann sér að ákveðnu marki og sá, áður en lauk, mik- inn og fagran árangur af starfi sinu. Og ég liygg, að hann liafi einnig verið liamingjusamur maður. Hann var kvæntur Sig- ríði Jónsdóttur prófasts Árna- sonar frá Bíldudal. Varð þeim fjögurra barna auðið, sem öll

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.