Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1946, Side 23

Læknablaðið - 01.05.1946, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 79 vart neinna einkenna né breyt- inga (t. d. í blóði) er bent gætu á A-vitaminskort. Hinir 1(3 af sjálfboðaliðun- um fengu nú hvorki A-vitamin né karotin. Karotin hvarf því fljótlega að mestu úr blóði þeirra, en eftir heilt ár var engin þurð á A-vitamini í blóði neins þeirra, né heldur hafði náttblinda aukist. Af þessum 1(3 manna flokki liéldu nú 11 áfram lengur en 13 mánuði (frá uppliafi) og aðeins lijá 3 fundust greinileg merki um A- vítamínþurð (þ. e. A-vit. í blóði lækkað úr ca. 90A.E./100 cc. — ca. 30A.E./100 cc. og náttblinda aukin), hjá hinum fyrsta eftir 14 mán., liinum næsta eftir 17 mán. og hinum þriðja eftir 22 mánuði. Hjá hinum flestum var aðeins um lítilsháttar og hægfara lækkun A-vít. i blóði að ræða, bjá einum var þó eng- in lækkun þess eftir 22 mán. Yfirleitt varð ekki vart neinna „kliniskra“ einkenna, er benlu á A-vítamínskort, engar breyt- ingar í augnaslímhúð, engin þreytueinkenni eða sljóleika, ekki megrun og blóðmynd var eðlileg. A-vi tamí nbirgði rn ar, sem þclta fólk bafði, er tilraunirn- ar hófust, sumarið 1942, virð- ast því hafa nægt til daglegra þarfa i 1—2 ár. Um þetta leyti höfðu farið fram rannsóknir á A-vítaminbirgðum i lifur manna ,er látizt höfðu af slys- förum, og voru meðalbirgðirn- ar nálægt 600.000 A.E. Mundi það endast í 15 mánuði, ef evðslan væri 1300 A.E. á dag. Eftir að A-vítamínþurrð var orðin greinileg í blóði liinna þriggja, sem getið var, var far- ið að gefa þeim ákveðna skammta af A-vitamíni eða karotini. Sá fyrsti fékk 1300 E. af A-vitamíni daglega, og eft- ir 5 mánuði hafði A-vit. í blóði færzt í samt horf, sem og nátt- blindan. Sá næsli fékk fyrst 1300 E. sem karotin daglega, án árangurs. Var þá skammtur- inn aukinn í 2600 E. og fékksl þá fullur árangur innan 5 mán- aða. Þeim þriðja nægðu 2600 E. karotíns til skjóts árangurs, enda var um minnsta þurrð að ræða hjá lionum. Astæðan til þess, að miklu meira þarf af karotíni en A- vítamini, til þess að ná sama árangri, er sú, að hagnýting ])ess í þörmunum er mjög ó- fullkomin, verulegur hluti þess gengur niður ónotað í saurnum (tilraunir voru og gerðar til að sýna það). Ef tekið er til- lit til þess, var talið, að verk- un karotíns pr. ein. væri lík og A-vítamínsins. Þar eð 1300 A.E. af A-víta- míni eða 2600 A.E. af karotíni reyndust nægja til þess að bæta úr vægum A-vítamínskorti — sbr. og það, sem áður var get- ið um endingu A-vítamínbirgð- anna — telur nefndin, sem

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.