Læknablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 8
18
LÆKNABLAÐIÐ
sínar nieð insúlín árið 1933.
Ilann reyndi insúlínið við
schizophrenia (kleyfhugasýki)
og kom nú brátt í ljós, að sjúkl-
ingunum hatnaði greinilega og
sumir urðu alhata. Fréttir af
lækningum Sakels bárust um
allan heim og befir aðferðin
siðan verið notuð í öllum lönd-
um og er það enn.
Árangurinn liefir orðið mis-
jafn, en flestir eru þó sammála
um, að insúlín-lækningin gcfi
betri árangur við schizoplirenia
en nokkur önnur lækningaað-
ferð sem enn hefir verið reynd
við sjúkdómi þessum. Ég skal i
því sambandi nefna dæmi:
Af 1000 sjúklingum (schizo-
phrenum) (New York Statc
Hospital) urðu 11,1% all)ata,
26,5% greinilega betri, og
nokkru betri urðu 26%. Til
samanburðar var árangurinn
hjá schizophrenum sjúkling-
um, er ekki fengu insúlin, sem
hér segir: 3,5% albata, 11,2%
greinilega betri og 7,4%
nokkru betri.
Af ofanverðu sést að fullur
bati með insúlíninu fæst sjald-
an, en góður og allgóður bati
fæst oft.
Batinn helzt misjafnlega
lengi og fer það einkum eftir
aldri sjúkdómsins. Ef sjúkdóm-
urinn hefir staðið lengi, helzt
hatinn stutt, oft aðeins fáar
vikur upp i 1 ár, en liafi veik-
in aðeins varað stutt, getur
batinn haldizt árum saman.
Insúlínið liefir verið reynt
við öðrum tegundum geðsjúk-
dóma og einnig við tauga-
veiklun í ýmsum myndum
(,,neurósum“). Við confusio
mentis psychogenica, paranoid
psychogen psychosum og neu-
rosum er árangurinn mjög góð-
ur, þannig að sjúklingum batn-
ar oftast að fullu eftir fáar að-
gerðir. Þess ber þó að geta, að
sjúklingum þessum batnar ofl
án aðgerðar, en sjúkdómurinn
getur staðið lengi, vikum og
jafnvel árum saman ef ekkerl
er aðgert.
Sama ár (1933) og Sakel
byrjaði lækninga-tilraunir sín-
ar með insulini, hóf Ungverj-
inn Meduna lækninga-tilraun-
ir með camphoru og síðar
cardiazol. Menn Iiöfðu veitt því
eftirtekt, að schizophrenum
sjúklingum, sem voru floga-
veikir, batnaði oft greinilega
geðveikin eftir flogin (kramp-
ana). Þetta varð til þess, að Me-
duna ákvað, að revna að fram-
kalla krampa hjá schizophren-
sjúklingum, í þeim tilgangi að
lækna veikina. Meduna notaði
fyrst camphoru, en síðar car-
diazol, sem liann dældi inn i
æðar, og tókst lionum með
þessu að valda krömpum og
meðvitundarleysi. Árangurinn
af lækningatilraun þessari var
allgóður og varð það til þess,
að lækningaaðgerð þessi liefir
siðan verið notuð um allan
heim.