Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 22
32 LÆKNABLAÐIÐ orðum greinilegar agglutina- tionir. Við seinni tölurnar var einnig tekið tillit til óljósu ag'- glutinationarinnar, sem er vafalaust óáreiðanleg. Þegar dæmt er um prófið í lieild, skyldi þess vegna einungis tek- ið tillit til fyrri talnanna eða ótvíræðu agglutinationarinnar. Samkvæmt þessu liafa 69.1% eða 416 blóð reynzt algjörlega neikvæð i þynningunni 1:10 og hærra. 12.6 eða 76 blóð voru jákvæð í þynningunni 1:10; 15.0% eða 90 blóð í þynning- unni 1:20 og 3.3% eða 20 blóð í þynningunni 1:40. 1 bærri þynningu voru öll þlóðin nei- kvæð. Hér verður ekki gerður ýtar- legur samanburður á þessum niðurstöðum við reynslu og skoðanir manna erlendis um, bvað sé örugglega jákvætt ag- glutinationspróf fyrir Brucella abortus. Hins vegar skal tekið fram, að prófin, sem sterkust eru bér, (1:40) mundu ekki tal- in jákvæð heldur í bæsta lagi grunsamleg. Jafnframt skal tekið fram, að ahnennt virðist agglutininmagnið bjá kúnum bér á landi svipað og i heil- brigðum gripum erlendis. Ályktun. Niðurstöður þessar- ar rannsóknar styðja þá skoð- un, að brucellosis sé óþekkt í kúm bér á landi. í rúmum 600 blóðum fundust engin, sem dæmd mundu verða jákvæð, en nokkur, sem talin væru „grun- sanrleg“ í sýktum stofni. Hins- vegar er fyrirfram vitað, að sum „grunsamleg“ blóð úr kúm á sýktu svæði koma úr heil- brigðum gripum. Mjög ólíklegt virðist, að ekki liefði fundizt einbver örugglega jákvæð blóð i svo stórum liópi, ef sýking væri á þessum svæðum. Jafnframt er athyglisvert, að kýr hér skuli almennt bafa talsverð agglutinin gegn Bruc- ella abortus, þótt Brucella sé ekki í landinu. Er fróðlegt að fá þessa stað- festingu á, að veikt jákvæð ag- glutinationspróf með Brucella abortus og kúablóðum eru ekki biologiskt spesifik. Professor I. Forest Huddleson Michigan State College, East Lansing, Bandarikjunum hefir sýnt þá vinsemd aS prófa nokkur af þessum sömu sera og þar með fékkst úr því skorið, aS styrk- leiki þessara prófa hjá okkur sam- svarar því, sem venja er annars staSar. AfgreiCsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 570. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.