Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.02.1947, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 25 það hreyfingarhindrunin, sem veldur óþægindum, að ekki er Iiægt að rétta fingurinn, sem er til trafala inni í lófanum. Oftast er D. k. samtímis í báðum höndum sjúklingsins, þar næst í hægri hönd ein- göngu. (sjá 2. töflu). Samskonar sjúkdómur og D. k. finnst líka í planta, en ekki er getið nema 8 tilfella í bók- menntunum (Klossner). Þar er kreppan alltaf medialt i aponeurosis plantaris. Ekki mun þetta eins sjaldgæft og J)essi 8 tilfelli benda til, því eftir að eg las um Jietta fann ég tvö tilfelli i sjúkraskrám á Ortopædisk Hospital. A liðnum timum hafa verið reyndar ýmsar lækninga-að- ferðir á krepptum fingrum. Dupuytren sjálfur lagði að því er mig minnir, 154 punda ex- tension á svona fingur, án ann- ars árangurs en þess, að sjúkl. fékk mikla verki í fingurinn. Reynt hefir verið nudd og passivar hreyfingaræfingar. E. t. v. getur J)etta tafið eitthvað fjn-ir kreppingunni ef byrjað er snemma. Ennfremur liafa menn reynt diathermi og aðra hitameðferð, ionisation, Ra- díum- og Röntgenmeðferð, og fibrolysininnspgtingar. Fleira hefir verið reynt, en allt ber ])etta lítinn árangur. Yið skurðaðgerð koma til greina 3 aðferðir: að skera burtu aponeurosis palmaris, þverskurðir í aponeurósuna og amputatio digiti. Dupuytren skar 2y2 cm langa ])verskurði gegnum húð og fasciu, eins marga og nauð- synlegt vgr til að geta rétt fingurna alveg. Hann lét sár- in granulera og hjó um hönd- ina á spelku með rétta fing- ur. 1822 stakk Sir Astley Cooper upp á að gera subcutan J)ver- skurði gegnum aponeurosuna, og síðan Adams mælti með þessari operation 1890 hefir hún verið töluvert notuð og oft kennd við hann. Oft J)arf 10—15 stungur til að geta rétt fingurinn alveg. Þetta er erf- iðari operation en í fljótu hragði virðist. Læknirinn sér ekki hvað hann gerir, og get- ur því auðveldlega skemmt smátaugar og æðar, en það er mjög slæm komplikation. Vandlega gerð exstirpation á aponeurosis palmaris með réttri meðferð á eftir mun i dag vera talin bezta meðferð- in á D. k., og J)ví fyrr, sem skorið er, þvi betri er árang- urinn. Til þess að draga úr hættunni á að sjúkdómurinn endurtaki sig mæla flestir höf- undar með, að tekið sé eins mikið og mögulegt er af ap- oneurosunni, en ekki hara það, sem nægilegt er, til þess að rétta fingurinn. Flestir telja líka sjálfsagt að taka burtu húð, sem orðin er þunn, skorp-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.