Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.08.1947, Side 14

Læknablaðið - 15.08.1947, Side 14
76 LÆKNABLAÐIÐ Gíslasonai’ kaupmanns í Rvík, en systur Gísla læknis, hinni ágætustu konu. Áttu þau eina kjördóttur og tvö fósturbörn, er þau gengu í foreldra stað. .Tens var óvenjulega vcl gef- inn, bæði sem læknir og maður. Hann var, eins og áður er sagt, vel að sór í sinni grein og liafði ágæta teknik. Hann var frábær- lega liandlaginn og virtust all- ir hlutir leika i höndum lians og létthentur svo af bar. Um það get ég borið af eigin reynd. En þessir kostir, handlagni á- samt ágætri þekkingu voru mikils virði í starfi hans, þar sem talsverður liluti af sjúkl- ingum hans voru börn, sem þurfti að fara að með lagni og lipurð. Enda varð .Tcns brátt ástsæll af sjúklingum sínum, og störf hlóðust á liann svo að hann varð oft að vinna meira en liolt var lieilsu hans. En á námsárum sinum hafði hann um tíma verið Iieilsutæpur. Að hve miklu lejdi annriki, á- hyggjur og erfiði eiga þátt í því hve margir íslenzkir lækn- ar falla fvrir ofurhorð á hezta aldrí, skal ósagt látið, en hitt hljóta menn að reka augun i, er læknir fellur frá í hlóma lifsins, eftir aðeins 15 ára starf. Er það svo um aðrar sambæri- legar stéttir? Jens var fríður maður, svip- Iireinn og glaðlegur og hafði aðlaðandi og lilýtt viðmót. Enda varð Iionum vel lil vina. I kunningjahópi var hann hrókur alls fagnaðar. Hann var söngelskur og hafði góða söng- rödd, fyndinn og glaðvær og hafði ágæta leikarahæfileika eins og fleiri ættmenn lians. En undir niðri var hann mikill al- vörumaður sem ætíð lagði lið þeim sem minni máttar voru Hins vegar var honum fjarri skapi að fhka tilfinoiugum sin- um og þvi voru fleiri sem þekktu hinn glaðværa góða dreng og hvers manns hugljúfa. Hann vann sér ekki aðeins traust sjúklinga sinna, heldur einnig og ekki síður collega sinna, vegna þekkingar sinnar, samvizkusemi og lipurðar i starfi og er stéttinni mikill skaði að fráfalli hans. Ilann sameinaði það sem ágætast er í fari hvers læknis, að vera hæði góður læknir og góður drengur. Ólafur Iielgason.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.