Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJARNI KONRÁÐSSON og JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 35. árg. Reykjavík 1950 4. tbl. ' Blóð til rannsóknar, nokkur tæknileg atriði. Cftir íSjarna ^JJonráÍiion. Eitt frumskilyrði þess, að réttar niðurstöður fáist við blóðrannsóknir er það, að blóð- ið sé rétt tekið. Oft reynist blóð- sýnishorn ónýtt til rannsókn- ar vegna ófullnægjandi eða beinlínis rangs undirbúnings og rangrar aðferðar við blóð- tökuna. Blóð, sem tekið er í rann- sóknarskyni, þarf að fullnægja ákveðnum skilyrðum eftir því hvort um er að ræða athugun eða talningar á blóðfrumum eða efnagreiningu 1 serum, plasma eða blóði. Þarf oftast að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir í sambandi við blóðtökuna til þess að hægt sé síðan að gera efnagreininguna eða talninguna. Af sumum þeirra efna er að jafnaði finn- ast í blóði er mismunandi mik- ið í serum og rauðum blóðkorn- um og ef ákvörðunin miðast við magn þeirra í serum þá getur hæmolysis í slíkum til- fellum valdið meiri eða minni skekkju. Þetta gildir t. d. um Na (í serum 300—350 mg%, í r- blk. 9—37 mg%) og K (15 —22 mg% í serum, en ca. 15 —20 sinnum meira í r.blk.), Verði hæmolysis í blóði, sem tekið er til talningar á r. blk., þá hefir meira eða minna eyði- lagzt af þeim og fást þá of lág- ar útkomur við talninguna. Ef efninu er svo til jafnt skipt milli r, blk. og plasma, þarf það ekki að koma að sök, þótt einhver hæmolysis sé t. d. við blóðsykurs eða urea ákvörðun. Ef gera skal ákvörðun á loft- kenndum efnum, sem bundin eru 1 blóðinu eða leyst upp í því, veröur að hindra að blóðið komist í tengsl við andrúms- loftið t. d. við CO og COo-á- kvarðanir„ Efnaflutningur getur átt sér stað frá vefjum til blóðs eða

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.