Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 7
L Æ K N A B L A Ð I Ð 51 því leiðir of háa útkomu við talningu á þeim og mælingu á Hb %, en öfugt verður þetta hlutfall ef eyrnasnepillinn er kreistur vegna þess, að vefja- vökvi blandast þá blóðinu. Þegar blóð er tekið úr eyra til blóðsykursmælingar (Hage- dorn og Jensens eða Crece- lius-Seiferts aðferð) þarf ann- aðhvort 0,1 eða 0,2 ml. af því og gerir ekkert til þótt eyrna- snepillinn sé nuddaður eða kreistur lítið eitt. Blóðsykurs- pipettunni er haldið lárétt eða skáhalt lítið eitt upp á við og blóðið látið sjúgast upp í hana með hárpípukrafti. Eyrnasnep- illinn er nuddaður lítið eitt eða kreistur til þess að örfa blóð- rás, Verður að gæta þess að kreista ekki of fast og sleppa takinu á milli, til þess að blóð geti runnið fram í eyrnasnepil- inn. Ef þetta er vanrækt vill oft ganga ótrúlega illa að ná nægu blóðmagni úr eyranu. Úr fingurgómi má taka svip- að blóðmagn og úr eyra og er aðfn"Ö n > 'böruðatvifiiTm gú sama. Aðgerðin er heldur sár- ari og infectionshætta talsvert meiri og er því jafnan betra að taka heldur blóð úr eyrna- snepli. Til þess að örfa blóðrás fram í fingurgómana má láta sjúklinginn halda hendinni nokkrar mínútur í vel volgu vatni og þerra hendina vand- lega áður en stungan er gerð. Ef nota þarf meira blóðmagn til rannsóknar verður að taka það úr bláæð með ástungu. Til þess eru notaðar fremur víðar, stuttar holnálar með stuttum beittum oddi (vene- punctionscanylur). Holnálar, sem ætlaðar eru til inndælinga undir húð eða í vöðva eru ó- heppilegar, vegna þess að þæi eru of grannar og vill því blóð- ið storkna í þeim eða að þær bogna og ganga þá fljótt úr sér. Ef oddurinn er langur er hættara við hæmatomum og ef nálin bítur illa gengur ver aö hitta á æðina og stungan verð- ur sárari en ella. Nálarnar eiga að vera þur- dauðhreinsaðar með því að hita þær í 3 klst. við 140°C, Óheppilegri eru nálar, sem hafa verið soðnar í vatni eða geymdar í alkoholi og eru rakar, vegna þess að þá bland- ast vökvinn í þeim blóðinu og af því hlýzt nokkur hæmo- lysis. Til þess að forðast það verður að láta fyrstu blóð- dropana renna í burtu og fleyo'ia því blóði, Nálar, sem geymdar hafa verið í alkoholi, eru vitanlega óhæfar til þess að taka með blóð, sem ætlað er til alkoholmælingar. Ekki er heppilegt að eldbera blóðtökunálar. Vilja þær þá skjótt verða bitlausar. Blóðtökunálarnar þarf að skola, eftir hverja notkun, 1 rennandi vatni og síðan alko- holi eða ether áður en þær eru

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.