Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 8
52 LÆKNABLAÐIÐ þurkaSar og dauðhreinsaðar. Það borgar sig illa að van- rækja þetta því þá stíflast nálarnar og blóðið, sem eftir situr í þeim, harðnar svo, að ógerningur er að hreinsa þær. Blóðið er ýmist tekið í glös eða dælu og skal jafnan leitazt við, ef taka þarf blóð til margra rannsókna, að það sé allt tekið í einu, til þess að ekki sé verið að margstinga sjúklinginn., Ef blóðtakan er rétt undirbúin er oftast hægt að koma því við. Blóðglösin eru ýmist skil- vinduglös eða tilraunaglös. Ef vinna skal serum eða plasma úr blóðinu svo nokkru nemi verður að taka það í hæfilega stórt skilvinduglas. Má gera ráð fyrir að úr hverjum ml. af blóði fáist hálfur ml. af serum eða plasma. Venjulegustu tegundir glasa eru þessar: 1) Wassermannsglös: 100x10 mm taka 5—10 ml. (sívöl með ávölum botni). 2) Stór skilvinduglös: 20x95 mm taka 25 ml. (sívöl með ávölum botni). 3) Lítil skilvinduglös: 10x110 mm taka 15 ml. (keilulaga, dregin fram 1 odd)„ 4) Lítil tilraunaglös: 8x50 mm, taka 3—4 ml. 5) Venjuleg hettuglös: taka 10 eða 25 ml. (t. d„). 6) Venjuleg tilraunaglös, taka 20—25 ml, Glös sem notuð eru undir blóð þurfa að vera hrein og þurr. Blóðið er tekið úr yfirborðs- æð, oftast í reg. cubiti eða á framhandlegg. Inspectio: Reg. cubiti at- hugaðar á báðum handleggj- um og þeim megin sem yfir- borðsbláæðar virðast gildari,er mjúkri 5—6 mm gildri gúmmí- slöngu brugðið um upphand- legginn með lykkju, sem gerð er á annan endann og fest und- ir hinn, svo auðvelt sé að losa slönguna með einu handtaki. Lykkjan er höfð lateralt á handleggnum en medialt ligg- ur slangan slétt. Við þetta kemur fram blóð- rásarhindrun (stasis) í fram- handleggsvenunum og ef sjúkl, er látinn rétta úr handleggnum og kreppa hnefann nokkrum sinnum þá fyllast æðarnar af blóði og koma þá oftast vel í ljós. í stað gúmmíslöngu má nota blóðþrýstingsmæli til þess að fá stasis. Er þá dælt lofti í gúmmíhólk hans upp í 70—80 mm. hg„þrýsting. Áður en stasis er gerð skal hafa allt tilbúið til ástungunnar„ Bezt er að stasis sé sem allra minnst og stytzt og er þá ann- að hvort að framkalla alls ekki stasis eða losa gúmmíslönguna eftir að nálin er komin inn í æðina, en þá verður að nota dælu við blóðtökuna (þegar tekið er blóð til C02 og C1 mælingar).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.