Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 20
64 LÆKNABLAÐIÐ e. t. v. aS skaðlausu stytta slík- ar greinar, svo að þær kæmust á eina örk, en það fer heldur ekki vel á því að gefa út blað með aðeins einni grein. Lækna- blaðið vill því heita á lækna að leggja fram sinn skerf ótil- kvaddir. Einkum væri æskilegt að fá meira af (stuttum grein- um byggðum á sjálfstæðum athugunum og eigin reynslu. Heilbrigðisskýrslurnar sýna að margt ber fyrir augu héraðs- læknanna, sem í frásögur er færandi, þar er oft í fáum orð- um drepið á ýmislegt, sem væri efni í ágæta grein. Vill blaðið því ekki hvað sízt beina því til héraðslækna að þeir láti meira til sín heyra en verið hefir. Sumir vilja afsaka sig með því að erfitt sé að skrifa grein um læknisfræðileg efni, og það þótt um sjálfstæðar athuganir sé að ræða, vegna þess að þeir hafi ekki nægan kost erlendra rita. Vissulega er æpkilegt að geta borið niðurstöður sínar saman við reynslu annarra á sama sviði, en því má ekki gleyma að aðalatriðið, og það sem fyrst og fremst gefur grein inni gildi (sé ekki um hreina yfirlitsgrein að ræða), er ein- mitt athuganir höfundarins sjálfs, og fjöldi tilvitnana er enginn mælikvarði á ágæti slíkra greina. Það getur meira að segja stundum farið svo, að kjarninn verði ofurliði borinn af óþörfum tilvitnunum. Yfirlitsgreinar um nýungar á tilteknum sviðum eru og vel þegnar og sömuleiðis stutttir útdrættir úr markverðum greinum í erlendum tímarit- um. Því miður hefir málvöndun átt erfitt uppdráttar í Lækna- blaðinu. Það skal viðurkennt, að oft er erfitt að skrifa um læknisfræði á góðri íslenzku, þó að mörgum takist það prýðilega. Því fer fjarri að rit- stjórnin vilji ganga svo langt að bannfæra með öllu útlend orð. Meira að segja telur hún þau oft heppilegri en ýmis ný- yrði, en bezt fer þá að jaínaði á því að notuð séu óbrengluð latnesk orð, fæst þeirra þola ís- lenzka beygingarendingu, þó að sum geti fallið allsæmilega í íslenzkt mál. Læknablaðið vill hvetia væntanlega greinahöfunda til að vanda sem mest allan frá- gang á handritum sínum, þeir geta ekki vænzt þess, að rit- stjórnin bæti um málið nema að mjög takmörkuðu leyti og þá helzt, ef ekki þarf til þess að umrita heilar setningar. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.