Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 14
58 LÆKN ABLAÐIi) BlóS er oft sent rannsóknar- stofunum í ófullnægjandi um- búðum og ógreinilega merkt. Eftirfylgjandi upplýsingar ættu jafnan að fylgja hverju sýnishorni: Fullt nafn sjúklings, fæð- ingardagur og ár, heimilisfang og nr. og nafn sjúkrasamlags (ef um barn er að ræða þá nöfn og sjúkrasamlagsnr. beggja foreldra), sjúkdóms- greining eða aðrar upplýsing- ar um það, hvers vegna rann- sókn óskast. Ekki má gleyma því, að láta fylgja upplýsingar um það hvers konar sýnishorn er um að ræða (serum, plasma, citrat eða oxalatblóð) og um- fram allt, hvaða efni og í hvaða hlutföllum þau hafa verið sett saman við blóðið„ Það er til lítils að senda blóð langan veg til frumutalninga, vegna þess hve blóðkornin eru viðkvæm, einkum þau hvítu og sérstaklega granulocytarn- ir. Blóðið má ekki vera meir en 2 klst. gamalt ef nokkuð á að marka taln. á hv. blóðfrum- unum og ekki er hægt að fá nothæfar blóðstrokur úr slíku blóði. Ætti þeim, sem hafa smásjá og talningagler, ekki að verða skotaskuld úr því að gera talningu á hv„ og r. blk., Hb-mælingu og blóðsökk geta þeir og sjálfir gert, en senda aðeins 2—3 góðar blóðstrokur. Læt ég fylgja hér með stutt ágrip um það hvernig fá megi góðar blóðstrokur. 1) Blóðið tekið á slípuð þurr objektgler, sem hafa verið vandlega hreinsuö úr sápu- vatni, skoluð 1 vatni og strokin meö alkoholi. 2) Tekinn er lítill blóðdropi úr eyrnasnepli á annan enda glersins. Á hann að vera 2—3 mm„ í þvermál á glerinu. 3) Glerið er nú lagt á borö og endinn með dropanum er látinn snúa t. h. ef strokan er gerð með h. hendi. Glerið er stutt með v„ hendi en strokan gerð með öðru slípuðu objekt- gleri, sem gjarnan má vera lítið eitt mjórra en hitt. Efra glerið er látið nema við hið neðra lítið eitt til vinstri við dropann skáhallt, þannig að milli glerjanna myndast hvasst horn (25°). Efra glerið er dreg- ið eftir því neðra þangað til brún þess nemur við dropann, sem dreyfir þá úr sér eftir gler- röndinni. Efra glerið er nú lát- ið strjúkast hægt og mjúklega frá hægri til vinstri eftir því neðra, þannig að hliðarbrúnir séu samsíða„ Blóðið loðir við brúnina á efra glerinu og leggst í örþunnt lag á neðra glerið. 4) Neðra glerið er tekið þeg- ar í stað, og því sveiflaö í loft- inu mörgum sinnum, til þess að blóðið þorni sem fyrst. Algengustu mistökin í sam-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.