Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 55 1) Kalium oxalat (K2C204, H20). Natrium oxalat (Na2- C204). Hæfilegt er aS nota af þeim 2—3 mg. í hvern ml. af blóði, 0,1—0,2 ml. af 3% upp- lausn eða 2 dropa (miðaö við normal-dropastærð). Ef efnin eru notuð hrein,er bezt að hafa þau fínmulin, og er hæfilegt að taka rétt framan á mjóan hnífsodd í ca. 3—4 ml. af blóði. Flestum hættir til að nota allt of mikið af oxalati og sulla því út í blóðiö af handahófi í stað þess að láta það í glasið áður en blóðið er tekið. Réttast er að mæla hvorttveggja ná- kvæmlega, blóð og oxalat. Með því móti verða hlutföllin ætíð rétt. Oxalatglös: Þægilegt er að hafa til taks nokkur glös með Na- eða K-oxalati. Af 3% upp- lausn er tekið hæfilegt magn eftir stærð glassins og þess blóðmagns, sem taka á í það síðar. Má t. d. mæla með pípettu eða dælu ákveðið rúmmál, gera merki eða rispu í glasið, mæla síðan oxalat- upplausnina, leggja glasið á hliðina og velta því nokkrum sinnum á hliðinni á borði og láta upplausnina síðan þorna upp í glasinu. Þegar vatnið er gufað burtu, situr saltið eftir innan á glasinu, og blandast auðveldlega blóðinu er það rennur í glasið. Gott er að hafa glerperlu í glasinu, það flýtir mjög fyrir að blöndunin verði fullkomin. K- eða Na-oxalat má alls ekki láta út í blóð, sem ætlað er til K, Na eöa Ca-mæl- inga. 1.3% natriiunoxalatuppl. er nokkurn veginn isoton og má nota hana í hlutfallinu 1 + 9. 2) Natrium citratupplausn- ir (Ph. dan): 3,7—3,8% uppl. er notuð þegar tekið er blóð- sökk í hlutfallinu 1+4. Við aðrar rannsóknir t. d. frumutalningar o. fl. er notuð 3% uppl. 3) Heparin: Af því nægir 0,2 mg. 1 1 ml. af blóði. Heparinglös: í 10 ml„ glas er hæfilegt að láta 0,1 ml. (2 dr.) af 2% heparinuppl. og láta það þorna í glasinu. 4) Hiruidin: Af því þarf ca. 0,2 mg„ 1 1 ml. Natriumfluorid er sett sam- an við blóð, sem senda þarf til blóðsykursmælingar, til þess að hindra glycolysis og er mátu legt að hafa 10 mg. af því í 1 ml. Auk þess er haft 2—3 mg. af K- eða Na-oxalat dufti. Þeg- ar blóð er sent til rannsóknar skal hafa það í vel fylltum, vandlega lokuðum glösum með þéttum kork eða gúmmítappa (ekki bómull), einkum verður að gæta þess þegar rannsaka skal alkohol. Glösin verða bezt varin hnjaski ef utan um þau er haft hylki úr pappa, tré eða málmi, Glösin eiga að snúa rétt í flutningi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.