Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.07.1950, Blaðsíða 16
60 LÆKNABLAÐIÐ íslands hálfu tilnefnd sem svæðisvinnustofa fyrir ísland. Hér verður stuttlega sagt frá fyrsta influenzufaraldrin- um, sem upp kom hér á landi, eftir að til þessarar alþjóðlegu samvinnu var istofnað. í október 1948 kom upp in- fluenza samtímis víðsvegar um eyna Sardiníu. Þaðan barst hún til meginlandsins, fyrst til Ítalíu, síðan til Frakklands, Sviss og Niöurlandanna. í Frakklandi fannst hún fyrst í byrjun janúar 1949. Fyrstu in- fluenzusjúklingarnir hér á landi í þessum faraldri munu hafa verið skráðir á Keflavík- urflugvelli um og eftir 20. jan- úar. Um svipað leyti komu upp nokkur tilfelli í Þingeyrar- héraði. Var talið, að til beggja þessara staða hefði influeuzan borizt beint frá útlöndum. Skömmu seinna barst svo in- fluenzan til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur að því er virðist enn að nýju frá útlöndum. Á töflu 1 má sjá influenzutilfell- in eins og þau voru skráð á öllu landinu. Þau héruð, sem ekki eru tekin með í töflunni, skráðu ekki influenzusjúklinga í þessum faraldri. Það er athyglisvert um þenn an faraldur, hversu lengi hann stóð yfir. Hann byrjaði seint í janúarmánuði og má segja, að hann hafi enzt út júní. Þetta mun vera óvenjulegt um influ- enzufaraldra og t. d. mjög ó- líkt faraldrinum í Reykjavík 1943, sem lauk sér alveg af á 5 vikum. Annað atriði, sem er athyglisvert um þennan far- aldur, er að á nokkrum stöð- um komu af honum tvær bylgj- ur og varð algjört eða nær al- gjört hlé á milli. Þetta á við um Keflavíkurhérað, um Þing- eyrarhérað og að nokkru leyti um Ólafsvíkurhérað. Héraðs- læknirinn í Þingeyrarhéraði, Kolbeinn Kristófersson, skýr- ir frá því í bréfi til landlæknis, að báðar þessar bylgjur megi rekja til Reykjavíkur. Fyrri bylgjan náði aðallega til nokk- urs hluta héraðsins og alllöngu eftir að hún dó út, barst sýk- ingin að nýju frá Reykjavík og byrjaði seinni bylgjan í þeim hluta héraðsins, sem hafði sloppið í fyrra skiptið, þótt hún næði síðar einnig inn á Svæði, sem fyrri bylgjan hafði herjað, og tók jafnvel eitthvað af fólki, sem sýkzt haföi í fyrri bylgj- unni. Seint í febr. voru hafnar til- raunir til þess að grafast fyrir um orsök þessa faraldurs*), og þá fyrst og fremst til þess að einangra virus frá sjúklingum. Alls voru prófuð hálsskolvötn frá 10 sjúklingum, 5 frá Hafn- arfirði og 5 frá Reykjavík. Tafla 2 gefur nokkrar upplýsingar *) Rannsókn þessi var gerð að tilhlutan héraðslæknisins i Reykja- vik og sýnishornum safnað á hans vegum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.